Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Síða 30
þetta leyti voru viðsjár miklar með stórveldunum,
Agadirmálið svonefnda. Vilhjálmur keisari var þá i
óðaönn að koma upp hinum volduga þýzka her-
skipaflota, og Þjóðverjar fóru ekki dult með heims-
veldisdrauma sína. Fyrir nokkru höfðu Englending-
ar smíðað herskipið „Dreadnought“, sem varð fyrir-
mynd allra orustuskipa um langt skeið, og er eigin-
lega enn. En við það varð hinn mikli enski floti, er
fyrir var, lítils virði. Nú gátu aðrar stórþjóðir því
hafið samkeppni á jöfnum grundvelli og Englend-
ingar. Þeir höfðu með þessu ónýtt hina miklu yfir-
burði sína á sjónum. Að vísu smíðuðu þeir nú lang-
flest herskip, en mjög þótti stjórn flotamálanna vera
orðin úrelt og margt orðið á eftir tímanum.
Churchill átti að ráða bót á þessu. Hann tók nú
til óspilltra málanna og gerði hinar róttækustu
ijreytingar á stjórn og skipulagi flotans. Hann lét
hætta að smiða hin hraðskreiðu og stóru orustu-
beitiskip (Battle Cruisers), en i stað þess voru
smíðuð liraðskreið orustuskip (Queen Elisabeths).
Þau hafa reynzt ágætlega, en útreið sú, er beiti-
skipin fengu í Jótlandsorustunni, og nú siðast Hood,
sýndu, að þau dugðu ekki til þess að berjast við
orustuskip.
Þegar stríðið hófst 1914, var enski flotinn tilbú-
inn, og tilraunir Þjóðverja til þess að koma honum
á óvart misheppnuðust. Striðið dróst á langinn og
nokkuð fór að bera á óánægju með stjórnina. Mörg-
um þótti hún ekki starfi sínu vaxin. En það var þó
Gallipolileiðangurinn, sem varð stjórninni að falli.
Churchill átti frumkvæði að þessari tilraun til þess
að koma Rússum til hjálpar, en hann fékk ekki
ráðið um framlcvæmd hennar. Nú eru menn sam-
mála um, að vel hefði verið hægt að ryðjast gegn-
um sundin, ef atlagan hefði verið djarflega gerð og
ekki horft í að færa miklar fórnir. En tilraunin var
gerð með hálfum huga og misheppnaðist.
(28)