Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Síða 33
skiptust þeir Baldwin, MacDonald og Cliamberlain
á að fara með völdin og leiða England á barm
glötunarinnar.
Árin 1922—4 var stjarna Churchills lægst á hin-
um pólitíska himni. íhaldsmenn lögðu sérstakt
hatur á hann sem hinn harðskeyttasta og einbeitt-
asta mann fráfarandi stjórnar, og þeir óttuðust
hann líka öðrum fremur.
Það var líka orðin mikil breyting á opinberu lífi
i Englandi. Þjóðin var þreytt og máttfarin eftir
hörmungar og Wóðsúthellingar heimsstyrjaldarinn-
ar. Hún vildi halda friði og spara sem mest opin-
ber gjöld, enda þóttist hún engan óvin þurfa að
óttast, því að endurreisn Þýzkalands var ekki enn
hafin.
Þessi ár hvarf Churchill burtu af stjórnmálasvið-
inu. Hann féll tvívegis við þingkosningar, en hann
var ekki iðjulaus. Nú sneri hann sér af alefli að
ritstörfum, og 1923 kom út fyrsti hlutinn af hinu
mikla ritverki hans um heimsstyrjöldina: „The
World Crisis“.
Þessi bók vakti mikla athygli um allan heim og
hefur verið þýdd á mörg tungumál. í henni fylgist
að meiri þekking á styrjöldinni en nokkur annar
rithöfundur hafði og framúrskarandi ritsnilld.
Churchill fékk líka hálfa milljón króna fyrir bók-
ina, og kom honum það- vel, því hann hafði alla
ævi verið bláfátækur, hafði unnið fyrir sér með
ritstörfum og fyrirlestrum, en aldrei sinnt fjármál-
um að öðru leyti. Hann hefur aldrei viljað þiggja
neitt embætti nema ráðherrastöðu, en enginn
enskur ráðherra getur lifað af embættislaunum sín-
um einum. Þess vegna hafa það venjulega verið
auðugir menn, sem með æðstu völdin hafa farið í
Englandi.
Stjórn Baldwins gekk ekki alls kostar vel, og því
þótti honum þörf á að styrkja hana. Leitaði hann
(31)