Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Blaðsíða 34
því sátta við Churchill. Leiddi þetta til þess, aS
Churchill settist 1924 í þaS sæti, sem faSir hans
hafSi eitt sinn skipaS sem fjármálaráSherra Eng-
lands.
Þetta kom mönnum mjög á óvart, aS maSur, sem
aldrei hafSi viS fjármál fengizt um dagana, skyldi
verSa gerSur aS fjármálaráSherra, en hér reyndist
Churchill réttur maSur á réttum staS. Fyrsta verk
hans var aS semja um greiSslu striSsskuldanna, og
tókst þaS svo, aS flestum líkaSi vel. MeSal þeirra
umbóta, sem hann gerSi, voru lög um ekknastyrk,
sem lengi hafSi veriS rætt um, en ekki komizt i
framkvæmd.
Þá má nefna frumvarpiS um gullgengiS, sem þó
mætti mikilli mótspyrnu, lög um lækkaSa tolla á
vörum, framleiddum innan brezka heimsveldisins,
cn þó hæklcaSa tolla á silki og fleiri dýrindisvör-
um, sem ekki töldust til nauSsynja. En þaS var þó
fyrst og fremst efling og endurreisn iSnaSarins,
sem Churchill lá á hjarta. í hinu síSasta fjárlaga-
frumvarpi sínu, 1928, lagSi hann til, aS miklum
fjárupphæSum skyldi variS til aS styrkja bág-
staddar iSnaSargreinar og iSnaSarhéruS, og komiS
skyldi föstu skipulagi á launagreiSslur iSnaSar-
ins.
Til þessa þurfti mikiS fé, sem varS aS afla meS
sköttum, og tóku foringj^r íhaldsmanna þvi dauf-
lega. Enda varS sú raunin á, aS þegar Baldwin
myndaSi annaS ráSuneyti sitt, 1929, eftir hinn
skamma valdatíma jafnaSarmanna, þá var Church-
ill ekki boSiS sæti i stjórninni. í tíu ár var þessi
frægi og íeyndi stjórnmálamaSur utan ráSuneytis-
ins, og fékk þar ekki sæti aftur, fyrr en öll þjóSin
heimtaSi, aS hann tæki viS völdum.
Allan þennan tíma var Churchill í raun og veru
í stjórnarandstöSu, þótt hann aS nafninu til væri í
íhaldsflokknum. Hann gagnrýndi stjórnina óspart,
(32)