Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Side 35
enda reyndu þeir Baldwin og Chamberlain á allan
hátt að halda honum niðri.
Þegar deilan um kvonfang JátvarSar VII. stóð
yfir, tók Churchill eindregið málstað konungs og
kvað honum heimilt að ganga að eiga þá konu, er
honum sýndist, enda þótt hún væri af ótignum ætt-
um. Kom það hér fram sem oftar, að hann var ó-
hræddur að ganga á móti valdhöfunum og almenn-
ingsálitinu.
Þegar Hitler komst til valda i Þýzkalandi í jan.
1933, hófst nýr þáttur i lífi Churchills. Hann virð-
ist hafa veriS eini enski stjórnmálamaðurinn, sem
þegar í stað skildi eðli nazismans. Hann sá, að nú
mundi England fá þann óvin, sem það fyrr eða
síðar yrSi að berjast við upp á lif og dauða.
Churchill þekkir Þjóðverja, her þeirra og dugnað
betur en nokkur annar enskur stjórnmálamaður, og
enginn enskur maður hefur látið í ljós meiri að-
dáun á þýzka hernum en hann hefur gert í ritum
sínum.
í einni ræðu sinni 1933 komst Churchill meðal
annars svo að orði:
„Sagnfræðingar hafa tekið eftir því, að gegnum
allar aldir hefur einn eiginleiki fylgt ensku þjóð-
inni, sem hefur orðið henni dýr. Þegar vér höfum
unnið sigur, þá höfum: vér fleygt frá oss mestum
hluta hagnaðarins, sem unninn var i stríðinu. Verstu
erfiðleikarnir hafa komið innan að, frá oss sjálf-
um. Þeir koma frá máttleysistilfinningu, uppgjafar-
og vonleysiskennd, sem gagnsýrt hefur mikinn
hluta stjórnmálamanna vorra og ekki sízt mennta-
mennina.
Ekkert getur bjargað Englandi, ef það vill ekki
bjarga sér sjálft. Ef vér missum trúna á sjálfa oss,
á hæfileika vora til þess að stjórna og leiðbeina, ef
vér missum viljann til þess að lifa, þá er saga vor
sannarlega á enda. England mun þá sökkva niður
(33)