Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Blaðsíða 36
i að verða ríki í fimmtu röð, og ekkert verða eftir af
dýrð þess nema íbúatala, miklu hærri en þessi
eyja getur borið.
Vér eigum sem þjóð og heimsveldi að standast
livern storm að minnsta kosti eins vel og hvert
annað stjórnarfyrirkomulag, sem nú finnst. Það má
vel vera, að mikilfenglegustu kaflar í sögu vorri séu
enn óskráðir. Vissulega ættu viðfangsefni og hættur
þær, er mæta oss, að vekja gleði i brjóstum hvers
Englendings þessarar kynslóðar yfir því að fá að
taka á móti þeim. Vér eigum að gleðjast yfir þeirri
ábyrgð, er forsjónin hefur lagt oss á herðar, og
vera stoltir af því að vera varðmenn lands vors,
þegar líf þess er í veði.“
En það fór fyrir Churchill líkt og spákonunni
Kassöndru forðum. Hann sá og skildi, hvað mund
koma, en honum var ekki trúað.
Churchill barðist gegn undanlátsstefnu ensku
stjórnarinnar. Hann réðst á hana fyrir framkomu
tiennar i Abessiniumálunum, Munchenfundinum og
því, er af honum leiddi. En aðeins fáir stjórnmála-
menn fylgdu honum. Má þar einkum nefna Anthony
Eden og Duff Cooper, og þeir urðu báðir að vikja
úr völdum.
Það hefur verið sagt, að 1933 hafi aðeins tveir
sljórnmálamenn i heiminum skilið þýðingu flug-
véla fyrir hernað nútímans, og það voru þeir Gör-
ing og Churchill.
En aðstaða þeirra var ólík. Göring var almátt-
ugur ráðherra og hann skapaði hinn þýzka flugher,
sem Þjóðverjar eiga öllu öðru fremur að þakka
hina miklu sigra sína, en Churchill var valdalaus
þingmaður, illa séður af stjórninni. Þó er það bar-
áttu hans að þakka, að Englendingar áttu allmikinn
flugher, er stríðið hófst, og stóðu þar miklu framar
en Frakkar, sem algerlega höfðu vanrækt lofther-
inn.
(34)