Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Qupperneq 38
því með sem dökkustum litum. Hann trúir á hug-
rekki Englendinga, þrautseigju þeirra og hreysti.
„HugrekkiS er fegurst allra mannlegra dyggða“,
sagði hann einu sinni í ritum sínum, og vissulega
hefur hann sýnt, að hann skortir ekki hug, en hann
gerir líka miklar kröfur til annarra.
England, undir forustu Churchills, stendur nú
mitt í eldrauninni. Enginn veit, hver úrslitin muni
verða, en það er víst, að Churchill er eini maður-
inn, sem enska þjóðin hefði getað sameinað sig um
á þessum hættulegu tímum.
Churchill er fríður sýnum og vel íþróttum bú-
inn. Heimilislíf hans er hið fegursta, og hann hefur
jafnan átt marga vini meðal pólitiskra andstæð-
inga. Hann er talinn einna mælskastur enskra
stjórnmálamanna nú á tímum. Hann undirbýr ræð-
ur sínar jafnan vel, en er líka svarfimur og slyngur
í orðadeilum. Rithöfundarhæfileikum hans er við
hrugðið. Hann er sérstaklega laginn á að lýsa at-
burðunum þannig, að þeir verði ljóslifandi fyrir
lesendunum. Enda þótt hann hafi einkum skrifað
um viðburði, sem hann hefur sjálfur verið riðinn
við, verður honum ekki borin hlutdrægni á brýn.
Þannig hafa þýzkir rithöfundar lokið miklu lofs-
orði á „The World Crisis“.
Sem dæmi um hina merkilegu fjölhæfni Church-
ills má nefna, að þegar hann var roskinn að
aldri, fór hann að læra að mála. Hefur hann kom-
izt svo langt í þeirri list, að málverk hans hafa
verið tekin á frægar myndasýningar. Grein eftir
hann, „Að mála sér til skemmtunar“, hefur verið
þýdd á íslenzku af dr. Guðmundi Finnbogasyni.
Churchill var rúmlega hálfsjötugur og heilsu hans
farið nokkuð að hnigna, er hann tók við völdum,
en aldrei hefur enska þjóðin þó eignazt foringja, er
hún hefur treyst betur.
Hallgrímur Hallgrímsson.
(36)