Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Page 39
Franklin Delano Roosevelt
Forseti Bandaríkjanna hefur ööruvísi valdaað-
slööu en nokkur annar þjóðhöfðingi. Hann er bæði
forseti og forsætisráðherra, en hann hefur lögum
samkvæmt lítil eða engin áhrif á löggjafarstarf-
semina. Hann skipar alla ráðherrana, en þingið
hefur engín áhrif á val þeirra. Þeir eru því eins
konar embættismenn forsetans, en hvorki þeir né
hann geta lagt nein frumvörp fyrir þingið. Forset-
inn getur aðeins birt því boðskap sinn. Eftir skiln-
ingi Ameríkumanna á þingið aðeins að semja lögin.
cn ekki að skipta sér af framkvæmdarvaldinu, og
stjórnin aðeins að stjórna, en ekki að fást við lög-
gjöfina.
Tilhögun dómsvaldsins er öðruvisi en i flestum
öðrum löndum. Forsetinn skipar að vísu alla dóm-
ara i æðstu dómstólum, en efri deild þingsins
(senatið) verður að samþykkja þá. Deildin hefur
líka mikil áhrif á aðrar embættaveitingar, og á
þennan hátt takmarkar hún vald forsetans.
Það er því eðlilegt, að til árekstra kunni að
koma milli forsetans annars vegar og efri deildar
þingsins og dómstólanna hins végar, þótt aldrei hafi
þeir orðið eins harðir og i tíð núverandi forseta,
Franklin Delano Roosevelt forseti er fæddur
1882 og er af gömlum hollenzkum ættum, skyldur
Th. Roosevelt, er hefur þótt einn hinn athafna-
mesti af forsetum Bandaríkjanna á síðari tímum.
Roosevelt er lögfræðingur að menntun og var fyrst
málafærslumaður, en fór snemma að gefa sig við
stjórnmálum og fékk brátt orð á sig fyrir að vera
einn hinn ötulasti og mælskasti af leiðtogum sér-
veldisflokksins (Demokrata). Hann gegndi ýmsum
embættum fyrir flokk sinn og jók stöðugt álit sitt.
Varð hann þó fyrir því óláni, er hann var fer-
(37)