Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Síða 56
Gísladóttir, fyrrv. prestsfrú á Mosfelli, x%. Valgerður
Gunnarsdóttir húsfreyja, Hlíð, Skaftártungu, % 65
ára. Vilborg Hálfdánardóttir, Holtum, Skaft., %, 87
ára. Vilborg Sigurðardóttir, Rvík, 2%, 81% árs. Vil-
hjálmur Þorsteinsson stýrim., Rvík, drukknaði í Fleet-
wood !%, 45 ára. Þórður Hjartar stýrimaður, Rvík,
3%, 46 ára. Þóroddur Bjarnason bæjarpóstur, Rvik,
%, háaldraður. Þórólfur Sigurðsson bóndi, Baldurs-
heimi, !%, 54 ára. Þorsteinn Eggertsson skipstj., Kefla-
vík, drukknaði í nóv., 35 ára. Þorsteinn Jónsson járn-
smiður, Rvík, %, 76 ára. Þorsteinn Þorsteinsson
slátrari, Rvík, 2%, 88% árs. Þorvaldur Vestmann
gjaldkeri, Akureyri, 2%. Þuríður Nikulásdóttir hús-
freyja, Keflavik, 3%, 85 ára.
Um látna Vestur-íslendinga árið 1939 sjá Almanak
O. S. Thorgeirssonar árið 1940, bls. 90—99.
Manntal. Nákvæmt manntal um land allt fór fram
1. desember, eins og venja er 10. hvert ár. Mann-
fjöldi á landinu reyndist 121348 (bráðabirgðaniður-
staða).
Náttúra landsins. Eins og árið áður lét Rannsókna-
ráð íslands framkvæma ýmsar rannsóknir á náttúru
landsins. Leitað var með jarðborun eftir heitu vatni
á Akureyri og í Hveragerði. Sá Steinþór Sigurðsson
um framkvæmdir þess verks. Jóhannes Áskelsson
vann að jarðfræðirannsóknum, einkum á Vestfjarða-
kjálkanum, með sérstöku tilliti til þess, hvort álitlegt
væri að hefja sementsvinnslu úr kalksandi og leir-
myndunum svæðisins. Dr. Finnur Guðmundsson
fékkst við rannsóknir á æðarfugli og varplöndum
hans, i þeim tilgangi, að hægt yrði að auka dúntekj-
una. Steindór Steindórsson hélt áfram rannsóknum
sínuin frá fyrra ári á hálendisgróðri landsins, eink-
um til að komast að raun um beitarþol öræfanna.
Ýmsir fleiri unnu að náttúrurannsókn landsins fyrir
styrk, er Menntamálaráð íslands úthlutar úr Menn-
ingarsjóði og verja á til slíkra rannsókna. Um störf
(54)