Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Page 57
Atvinnudeildar Háskólans sjá: Rit Fiskideildar og
Skýrslu Iðnaðardeildar.
Próf. Próf við Háskóla Islands luku þessir menn:
í guðfræði: Árelius Níelsson, I. eink. 125% st., Björn
Björnsson I. eink. 105 st., Stefán Snævarr, I. eink.
105 st.
í læknisfræði: Kaj Jessen, I. eink. 173% st., Ólafur
Bjarnason, I. eink. 160% st., Ragnar Ásgeirsson, I.
eink. 151 st., Sigrún Briem, I. eink. 154% st., Skarp-
liéðinn Þorkelsson, I. eink. 165 st., Þórarinn Guðna-
son, I. eink. 160% st., Þórður Oddsson, II. eink. betri
125% st.
í lögfræði: Benedikt Sigurjónsson, I. eink. 138%
st., Geir Stefánsson, I. eink. 118 st., Þórður Björns-
son, I. eink. 141% st.
36 stúdentar luku prófi í forspjallsvísindum við
Háskólann. 50 stúdentar útskrifuðust úr Menntaskól-
anum i Reykjavík. Hæsta einkunn Jilaut Anna Ólafs-
dóttir, ágætiseink. 9,11. Úr Menntaskólanum á Akur-
eyri útskrifuðust 38 stúdentar. Hæsta einkunn hlaut
Haraldur Kröyer, I. eink. 7,33 (eftir Örsteds eink-
kunnastiga).
Júlíus Sigurjónsson læknir varð dr. med. við Há-
skóla íslands fyrir rit um skjaldkirtilsrannsóknir.
Broddi Jóhannesson tók doktorspróf í sálarfræði og
uppeldisfræði við háskólann í Múnchen. Nokkrir
íslendingar munu hafa lokið embættisprófum við
erlenda háskóla, en nægar upplýsingar eru ekki fyrir
liendi.
Siglingar. Eftir hertöku Danmerkur og Noregs tók
fyrir siglingar til Norðurlanda, og tepptist þá e/s
„Gullfoss“ í Kaupmannahöfn. Flutningaskipið „Snæ-
fell“ tepptist í Sviþjóð. Skip Eimskipafélags íslands
hófu siglingar til Ameríku, en sum voru í siglingum
lil Bretlands, einkum e/s „Brúarfoss“. M/s „Esja“
fór í september til Petsamo og sótti þangað margt
íslendinga, er teppzt höfðu á Norðurlöndum vegna
(55)