Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Blaðsíða 58
stríðsins. Strandferðir voru með svipuðum hætti og
áður.
Skiptjón urðu allmörg. Drukknuðu alls um 60
manns, og voru það miklu fleiri en árið óður. Mesta
slysið var, er togarinn „Bragi“ fórst við Bretland sök-
um ásiglingar 30. okt. Allmargir vélbátar og smá-
bátar fórust einnig. Tundurdufl voru viða á reki á
siglingaleiðum við Island, aðallega síðari hluta árs-
ins, en ekki hlutust af þvi slys á islenzkum skipum.
íslenzk skip björguðu fjölda erlendra sjómanna á
siglingaleiðum i nánd við Bretland.
Stjórnarfar og störf Alþingis. Ríkisstjórn sú, er
mynduð var í apríl 1939, sat að völdum allt árið 1940.
Eftir hernám Danmerkur var ákveðið hinn 10. apríl
að fela ríkisstjórninni meðferð konungsvalds til
bráðabirgða. Jafnframt var ákveðið, að íslendingar
skyldu taka utanríkismál sín í eigin hendur til bráða-
birgða.
Af merkum lögum, er samþykkt voru á Alþingi,
má nefna þessi: Um stríðs- og slysatryggingu sjó-
manna, um verðlag, um náttúrurannsóknir, um rann-
sóknir í þágu landbúnaðarins, um lyffræðingaskóla,
um umferð, um bifreiðar, um eftirlit með sveitarfé-
lögum, um bráðabirgðatekjuoflun ríkissjóðs og jöfn-
unarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga, um eignar- og
notkunarrétt á jarðhita, og um skógrækt.
Útvegur. Hagur útgerðarinnar batnaði stórkost-
lega á árinu, aðallega sökum isfiskssölunnar til Bret-
lands. ísfisksveiði varð tæp 93000 tonn á 52% millj.
kr. (fob.) (nokkuð af því var þó keypt af erlendum
skipum), en árið áður 18700 tonn á rúmar 6 millj.
kr. Af freðfiski voru seld 7300 tonn á 10% millj. kr.
fob. (árið áður 2600 tonn á 2,8 millj. kr.). Saltfisks-
veiði var minna stunduð en áður. Yoru alls söltuð
16—17 þús. tonn (miðað við þurrkaðan fisk), en árið
áður 37500 tonn. Síldaraflinn varð um 90000 tn. (árið
áður 261000 tn.), bræðslusíldaraflinn 2469000 hl. (árið
(56)