Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Síða 59
áður 1170000 hl.). Flutt var út á árinu 38000 tn. af
tunnusíld á 2,8 millj. kr. (árið áður 288000 tn. á 11.7
millj. kr.), af síldarmjöli 22000 tonn á 9 millj. kr.
(árið áður 18600 tonn á 5,4 millj. kr.) og af sildarolíu
22400 tonn á 12,7 millj. kr. (árið áður 17300 tonn á
6,3 millj. kr.). Allmiklir erfiðleikar voru á sölu síld-
arafurða, þar eð öll markaðslönd, önnur en Banda-
ríkin og Bretland, máttu heita lokuð. Mestir erfiðleik-
ar voru á sölu saltsíldar. Af þorskalýsi voru flutt út
um 5000 tonn á 12 millj. kr., aðallega til Bandarikj-
anna. Rækjuveiðar voru dálitið stundaðar á Vest-
fjörðum. Hvalveiðar lögðust niður á árinu.
Verklegar framkvæmdir. Byggingar voru með
minnsta móti. Reist voru um 30 ibúðarhús í sveitum
ium 200 árið áður). Hin nýja háskólabygging var
fullger, og var hún vígð 17. júni. Tiltölulega mjög fá
íbúðarhús voru byggð í Rvik. Nokkuð var unniö að
framkvæmdum á hitaveitu Reykjavíkur, en þó minna
en áætlað hafði verið, og olli þvi skortur á nauð-
synlegu efni. Að hafnargerð var unnið i Stykkis-
hólmi, Grunnavík, Blönduósi, Siglufirði, Dalvík, Rauf-
arhöfn, Þorlákshöfn og Keflavík. Vitar voru byggðir
á Rauðanesi við Borgarfjörð og á Straumnesi í Fljót-
um. Allmikið var unnið að vegagerð. Var lokið við
veginn austan Þingvallavatns og Krýsuvíkurvegur
lagður að klifunum austan í Sveifluhálsi. Þá var og'
unnið að vegalagningu á Siglufjarðarskarði og vega-
bótum á þjóðveginum til Akureyrar. Umferð jókst
mjög vegna hertöku landsins, og stóð setuliðið sums
staðar að vegalagningu og vegabótum. Brúagerö var
með minna móti. Heldur lítið kvað að símalagningu á
árinu. Lagðar voru nokkrar nýjar linur i sveitum og
sjálfvirka talsimastöðin í Rvík stækkuð.
Verzlun. Verzlunarleiðir íslendinga breyttust mjög
á árinu. Þegar i striðsbyrjun hafði tekið fyrir verzlun
við Þýzkaland og fleiri lönd á meginlandi Evrópu, en
eftir hernám Danmerkur og Noregs í april 1940 lok-
(57)