Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Síða 61
Greinin um náttúru Islands er rítuð af Jóhannesí
Áskelssyni jarðfræðingi, og greinin um íþróttir af
Ben. S. Gröndal blaðamanni.
Ólafur Hansson.
Fjármál og fjármálamenn á íslandi
1874—1941.
Lauslegt yfirlit.
Eftir Gylfa Þ. Gíslason.
Það eru ekki fullir sjö áratugir síðan íslendingar
fengu í hendur stjórn fjármála sinna. Árið 1871 var
íjárhagur íslendinga og Dana aðskilinn, og meS
stjórnarskránni 1874 var Alþingi síðan fengið i hend-
ur löggjafarvald um fjárhagsmálefni landsins, sem
og önnur sérmál þess.
Kunnur, íslenzkur stjórnmála- og embættismaður
getur þess í tímaritsgrein áriS 1917, að hann hafi
heyrt eftir einum helzta stjórnmálamanni Dana, aS
þaS væri ábyrgSarhluti fyrir þá aS selja íslendinguin
fjárforræSiS í hendur, þvi aS þeir mundu ekki
kunna fótum sínum forráS, sólunda fé sínu og siSan
verða að snúa sér til Danmerkur sem framfærslu-
sveitar sinnar.
Þessi dapurlegi spádómur hefur ekki rætzt. Á
þessum áratugum, sem liSnir eru siSan íslendingar
tóku sjálfir aS stjórna fjármálum sínum, hafa orS-
ið stórkostlegar breytingar og framfarir á öllum
sviðum atvinnulífs og fjármála, -—■ stórkostlegri en á
nokkru tímabili öðru í sögu þjóðarinnar.
Alþingi 1875 samdi fyrstu fjárlögin fyrir ísland,
og giltu þau fyrir árin 1876 og 1877, en fjárlög
voru þá samin fyrir tvö ár i senn. Tekjur ársins 1876
voru áætlaðar 289 þús. kr., og tekjur ársins 1877
290 þús. kr. Var þetta að meðtöldu 100 þús. kr. til-
(59)