Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Qupperneq 63
Lárus Sveinbjörnsson. Tryggvi Gunnarsson.
Þó má geta þess, að 1874 mun mannfjöldi á land-
inu hafa verið um 70 þús., og tala býla var þá 6300.
Tala nautpenings landsmanna var þá um 22 þús.,
en samkvæmt Búnaðarskýrslum 1939 37 þús., tala
sauðfjár 429 þús., en 1939 594 þús., og hrossa 31
þús., en 1939 53 þús. Þá áttu landsmenn aðeins 67
þilskip, öll mjög lítil, en haustið 1940 602 skip, sam-
tals 43 þús. lestir, þar af 78 gufuskip og 524 mótor-
skip, og er allur þorri þessara skipa fiskiskip, 578
að tölu og 26 þús. lestir. 70 fastir kaupmenn voru
hér þá, og voru 31 þeirra erlendir, en 1939 var
tala fastra verzlana á landinu 1118, og þar af
aðeins 3 erlendar. Árið 1880 var innflutningur til
landsins 5,7 millj. kr., og er það athyglisvert, að
í'úmur fjórðungur þess voru munaðarvörur, en
nokkru meira en þriðjungur matvörur. Útflutning-
ur nam þá 6,7 millj. kr., og voru % hlutar hans af-
urðir af sjávarútvegi, en % afurðir af landbúnaði
og hlunnindum. Síðustu 3 árin fyrir styrjöldina nam
innflutningur til landsins að meðaltali 49 millj. kr.,
en útflutningur hins vegar 56 millj. kr. Tæplega %
hlutar innflutningsins voru vörur til eignaaukning-
ar og ýmiss konar framleiðslu, en rúmir % hlutar
(61)