Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Page 67
Hannes Hafstein. Magnús Sigurðsson.
Útlánsvextir bankans voru í fyrstu 5 og 6% af
víxlum, en innlánsvextir 3,6%.
Árið 1893 varð Tryggvi Gunnarsson bankastjóri
Landsbankans, og var hann þá orðinn 58 ára gam-
all. Hafði hann orðið framkvæmdastjóri Gránufé-
lagsins, er það var stofnað, og verið þar brautryðj-
andi á ýmsum sviðum, en annars fengizt við margt.
Hann hafði í æsku fengið sveinsbréf i smiðum, lagt
stund á búfræði og verið bóndi, lært ljósmyndatöku
og tekið hér myndir og siðast en ekki sízt fengizt
við brúarsmíði og staðið fyrir byggingu Ölfusár-
brúarinnar. Á þingi hafði hann og lengi átt sæti.
Síðustu árin fyrir aldamót varð geysileg breyting
á fiskveiðum landsmanna, og leystu þilskipin bát-
ana af hólmi. Undir stjórn Tryggva studdi Lands-
bankinn útgerðina eftir megni, en litið fé var fyrir
hendi, og varð fjárskorturinn æ tilfinnanlegri. 1887
var Sparisjóður Reykjavíkur sameinaður Lands-
bankanum, en hann hafði verið stofnaður 1872.
Fyrsti sparisjóðurinn á landinu var hins vegar
Sparisjóður Múlasýslna á Seyðisfirði. Var hann
stofnaður 1868, en starfaði ekki nema til 1870. Spari-
sjóður Siglufjarðar var stofnaður 1873, og er hann
(65)