Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Qupperneq 70
hans stað fyrr en 1909, að Hannes Hafstein varð
hankastjóri, er hann lét af ráðherrastarfi.
Með íslandsbanka kom mikið nýtt fjármagn til
landsins. í landinu starfaði nú seðlabanki, er gaf út
gulltryggða seðla og hafði yfir allmiklu fé að ráða.
Tóku atvinnuvegir landsmanna, einkum sjávarút-
vegurinn, miklum stakkaskiptum um og eftir alda-
mótin síðustu. Árið 1904 stundaði hér veiðar fyrsta
botnvörpuskipið í íslenzkr} eign. Var það gert út
frá Hafnarfirði og hét Coot. Tveim árum siðar var
Alliance stofnað, og er það elzta togarafélagið, sem
nú starfar hér. Árið 1907 gerði það eitt skip út á
botnvörpuveiðar, Jón forseta, og var það eitt af
þrem skipum, sem þá voru gerð út á slíkar veiðar.
En 1910 voru togararnir orðnir 6, 1911 10, 1912 20
og 1916 21. Árið 1905 voru seglskipin 95% af tonna-
tölu fiskiskipastólsins, en 1915 voru gufuskipin
meira en helmingur tonnatölunnar. Aflinn stóreykst,
utanríkisverzlunin færist í aukana, og vex bæði út-
flutningur landbúnaðar- og sjávarafurða.
Svo stórkostleg bylting, sem raunverulega varð á
atvinnuháttum landsmanna eftir aldamótin siðustu,
hefði varla getað átt sér stað án stuðnings öflugs
banka. En eins og Alþingi hafði gengið frá banka-
málunum við stofnun íslandsbanka, hlaut hann að
verða aðalbanki landsins, enda varð hann það.
Landsbankinn hafði yfir miklu minna fé að ráða.
Árið 1904 fengu íslendingar heimastjórn. Á þeim
þrjátíu árum, sem þá voru liðin síðan Alþingi fékk
i hendur löggjafarvald um fjárhagsmálefni lands-
ins, höfðu engar stórbreytingar orðið á búskap
landssjóðs. Gætt hafði verið sparsemi og varfærni
í hvívetna. Á Alþingi 1905 var hins vegar nokkuð
meiri stórhugur í mönnum. Tekjurnar höfðu þre-
faldazt á þrem áratugum, og samt hikar Alþingi
ekki við að afgreiða fjárlögin með tekjuhalla. Mest-
ur hluti gjaldanna gekk nú ekki til embættismanna-
(68)