Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Page 71
L
Vilhjálmur Þór.
Eggert Claessen.
I stéttarinnar, svo sem áður hafði verið, heldur er
framlag til samgöngumála t. d. næstum eins mikið.
Á árunum 1906—1907 var alvarleg kreppa i heim-
inum, og hafði hún i för með sér nokkra erfiðleika
fyrir íslandsbanka, en kom minna við Landsbank-
ann, því að bæði voru viðskipti hans minni og mest-
megnis innlend.
Árið 1909 hefst deila mikil um Landsbankann,
og hafði hún allvíðtækar afleiðingar á stjórnmála-
sviðinu. Nokkur styr hafði staðið um Landsbank-
ann og stjórn Tryggva Gunnarssonar á honum, og
hlönduðust stjórnmáladeilur, sem þá voru hér með
mesta móti, mikið inn i þau mál. Vorið 1909 var
nefnd skipuð til þess að rannsaka hag bankans. Var
Björn Jónsson þá nýorðinn ráðherra og eftirmaður
Hannesar Hafsteins. Olli nefndarskipun þessi nokkr-
um óróa, og voru 80 þús. kr. teknar út úr sparisjóði
Landsbankans, en aðeins 4000 kr. lagðar inn á sama
r- tima. Síðast í júní hafði Tryggva Gunnarssyni verið
sagt upp stöðu hans í Landsbankanum frá ársbyrj-
un 1910 að telja, enda var hann þá orðinn 73 ára
gamall. En i nóvember 1909 var honum ásamt
gæzlustjórunum báðum, þeim Eiríki Briem prófessor
(69)
|