Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Síða 72
og Kristjáni Jónssyni dómstjffra, vikið fyrirvaralaust
frá embættum Jieirra, en Björn Iíristjánsson kaup-
maður skipaður framkvæmdastjóri.
Brottvikning bankastjórnarinnar vakti feikna æs-
ingu hér í Beykjavík og viða úti um land. Siðast í
nóvember var haldinn borgarafundur á Lækjartorgi
og brottvikningunni mótmælt. Kristján Jónsson
krafðist þess síðar, að hann yrði settur aftur inn í
starf sitt sem gæzlustjóri, og var það gert.
Var krafizt aukaþings út úr máli þessu, en af því
varð þó ekki, og beið það til næsta reglulegs þings,
sem var 1911. Snemma á því þingi var samþykkt
vantraust á Björn Jónsson, og varð þá Kristján Jóns-
son ráðherra.
Svo sem áður var getið, varð Björn Kristjánsson
eftirmaður Tryggva Gunnarssonar sem bankastjóri
Landsbankans. Hann hafði komið ungur til Reykja-
víltur til þess að læra skósmiðaiðn, en siglt síðan
til Kaupmannahafnar til þess að nema tónfræði, og
var eftir heimkomuna uni skeið söngkennari og
organleikari á Akureyri jafnframt því, að hann
stundaði þar iðn sina. Síðar stoinaði hann i Reykja-
vík verzlunina Björn Kristjánsson, sem enn er ein
af helztu verzlunum bæjarins. Hann hafði og hinn
mesta áhuga á efnafræði og var við nám i þeim
fræðum i Þýzkalandi. Aldamótaárið hafði hann verið
kosinn þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Alþingi hafði 1909 samþykkt lög um það, að
bankastjórar Landsbankans skyldu vera tveir. Auk
Björns Kristjánssonar varð nú Björn Sigurðsson
bankastjóri. Hann hafði í æsku fengizt við verzlunar-
störf og tók sjálfur að verzla tæplega þrítugur að
aldri. Skömmu eftir aldamótin stofnaði hann um-
boðs- og heildverzlun í Kaupmannahöfn og rak hana,
þar til er hann var skipaður bankastjóri 1910. Á
stríðsárunum fór hann til London i erindum rikis-
stjórnarinnar og dvaldist þar i fjögur ár. En skömmu
(70)