Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Síða 73
Siguröur Eggerz. Magnús Guðnuindsson.
eftir að hann kom heim, sagði hann bankastjórastöð-
unni lausri. Á bankastjórn íslandsbanka urðu og
nokkrar breytingar á þessum árum. Hannes Haf-
stein, sem varð bankastjóri 1909, varð aftur ráð-
herra 1912, og ári síðar eða 1913 fer E. Schou frá
bankanum, en í stað hans kemur H. Tofte, sem
einnig var danskur bankamaður. Iíristján Jónsson
dómstjóri kom og í stað Hannesar Hafsteins, en 1914
varð Hannes aftur bankastjóri, og stjórnuðu þeir nú
bankanum um tveggja ára skeið, Tofte, Hannes og
Sighvatur Bjarnason.
Heimsstyrjöldin hin fyrri hófst í ágúst 1914. Vakti
það nokkurn ugg hjá mönnum, og voru að því nokk-
ur brögð, að menn tækju fé sitt út úr bönkunum og
framvísuðu seðlum Íslandsbanka fil innlausnar í
gulli. En þótt engan veginn kvæði svo mikið að
þessu, að nokkur hætta virtist á ferðum, var samt
álitið æskilegt að leysa íslandsbanka frá þeirri
skyldu að innleysa seðla sína í gulli, og var það
gert 3. ágúst 1914. Með þessari ráðstöfun var raun-
verulega innleidd pappírsmynt hér á landi og hefur
verið hér síðan, að stuttu timabili frátöldu. íslands-
banki átti að afhenda ríkisstjórninni málmforða
(71)