Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Síða 74
sinn, og ábyrgðist hún þá tilsvarandi hluta seðlanna.
Lögin, sem leystu íslandsbanka frá innlausnarskyld-
unni, voru tvívegis framlengd, í síðara skiptið „til
loka næsta reglulegs Alþingis", en það varð 17.
september 1917, svo að seðlar íslandsbanka urðu þá
aftur innleysanlegir, þótt svo virðist sem.menn hafi
ekki gert sér grein fyrir því í fyrstu. íslenzka og
danska krónan voru þá i hærra verði en gull, svo
að lítil hætta var að vísu á því, að menn krefðust
innlausnar á seðlunum, en 1919, er krónan tók að
falla og seðlum var framvísað til innlausnar, voru
í skyndi gefin út bráðabirgðalög, sem leystu bank-
ann aftur frá innlausnarskyldunni.
Margt hefur verið ritað um þjóðarbúskapinn á
stríðsárunum síðustu, og menn meira að segja greint
á um það, hvort landsmenn hafi þá hagnazt eða
tapað. Fyrri striðsárin tvö var utanríkisverzlunin
mjög hagstæð, en tvö hin síðari hins vegar mjög
óhagstæð. Peningaflóðið virðist hafa villt mönnum
nokkuð sýn þá eins og nú, þótt nú séu aðstæður
allar að visu allmiklu öðruvísi, og sem heild má
telja, að ófriðarárin siðustu hafi verið landinu óhag-
stæð. En að nokkru leyti var þó hér um sjálfskapar-
viti að ræða.
íslandsbanka hafði hvað eftir annað verið leyft
að auka seðlaútgáfu sína, og 1920 var ákveðið, að
hún mætti fara upp i 12 millj. kr. án tilsvarandi
aukningar málmforðans. Þessi aukning seðlaútgáf-
unnar átti vafalaust að verulegu leyti rót sína að
rekja til aukinnar gjaldmiðilsþarfar, en frá því í
ófriðarbyrjun og til ársloka 1918 hafði verðlag inn-
anlands næstum því ferfaldazt. Verðlag hér hækkaði
næstum því helmingi meira en í aðalgulllandinu,
Bandarikjunum, og hér var því um greinilega verð-
bólgu að ræða.
Þessi verðbólga á stríðsárunum síðustu og fyrstu
árunum þar á eftir átti rót sina að rekja til útlána-
(72)