Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Side 77
Jón Þorláksson.
Magnús Kristjánsson.
hingað til lands, unnið að verzlunarstörfum og
stofnað heildsöluverzlunina 0. Johnson & Kaaber á-
samt Óiafi Johnson, en seldi hlut sinn í fyrirtækinu,
er hann varð bankastjóri.
Haustið 1921 varð Georg Ólafsson eftirmaður
Björns Sigurðssonar. Var hann hagfræðingur frá
Hafnarháskóla og vann eftir heimkomu sina fyrst
að samningu landshagsskýrslna, varð forstöðumað-
ur skrifstofu þeirrar, sem vann úr manntalinu 1910,
starfsmaður á Hagstofunni, skrifstofustjóri Verzlun-
arráðsins og síðan bankastjóri 1921.
Er L. Kaaber lét af bankastjórastarfinu i árslok
1939, varð Vilhjálmur Þór bankastjóri í hans stað.
Hann hafði stýrt Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri
og verið bæjarfulltrúi þar, en var, er honum var
veitt staðan, fulltrúi íslendinga í Bandaríkjunum og
fyrsti ræðismaður þjóðarinnar þar í landi. Georg
Ólafsson lézt á þessu ári, og hefur aðalbókari bank-
ans, Jón G. Mariasson, verið settur bankastjóri í
hans stað, en ekki hefur embættið enn verið veitt, er
þetta er ritað. Jón G. Maríasson befur verið starfs-
maður bankans frá 1919, fyrst á ísafirði, þar sem
hann og átti sæti í bæjarstjórn, og síðar í Reykjavík.
(75)