Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Page 79
Einar Árnason. Ásgeir Ásgeirsson.
var stofnuð landsverzlun til þess að kaupa vörur lil
landsins. Var landsverzlunin ekki lögð niður fyrr
en 1927, en hafði þá lengi aðeins verzlað með olíu
og tóbak.
Þótt ísland væri á striðsárunum orðið sjálfstæð
fjárhagsheild og íslenzka krónan raunverulega orðin
sjálfstæð mynteining, voru menn vanir því að líta
á íslenzku og dönsku krónuna sem jafngildar og
kepptu að þvi að halda jafngengi þeirra, þótt verð- X
lag hér væri miklu hærra en i Danmörku og kaup-
máttur íslenzku krónunnar þannig minni. Á striðs-
árunum tókst þetta, en þegar viðskipti landa á milli
komust aftur i venjulegt horf eftir stríðið, hlaut þetla
að hafa erfiðleika i för með hér fyrir bankana, enda
bættist nú við aukin eftirspurn eftir erlendum gjald-
eyri til ýmissa framkvæmda, sem látnar höfðu verið
sitja á liakanum. Bankarnir misstu inneignir sínar
erlendis og söfnuðu skuldum. 1920 var ríkisstjórn-
inni heimilað að takmarka eða banna innflutning
óþarfa varnings, en þær ráðstafanir nægðu ekki.
Verzlunarjöfnuðurinn 1920 var óhagstæður um 22
millj. kr., enda höfðu útflutningsvörur landsmanna
fallið gífurlega í verði, og á miðju ári 1920 var svo
(77)