Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Qupperneq 80
komið, að íslandsbanki gat ekki lengur annazt yfir-
færslur til útlanda. Álitið var nauðsynlegt að hjálpa
bankanum úr greiðsluvandræðunum, og tók því
ríkissjóður lán í Stóra-Bretlandi, að upphæð hálfa
milljón sterlingspunda. Fékk íslandsbanki bróður-
partinn af láni þessu og Landsbankinn lítinn hluta
þess. Lánið var til 30 ára og óuppsegjanlegt af hálfu
lántakanda í 10 ár. Raunverulegir vextir voru yfir
8%, en trygging veitt í tolltekjum ríkissjóðs.
Á striðsárunum og fyrstu árunum þar á eftir hafði
stjórn íslandsbanka á ~peningamálunum verið gagn-
rýnd mjög. Þessir erfiðleikar bankans urðu nú til-
efni þess, að Alþingi 1921 svipti hann seölaútgáfu-
einkaleyfinu, sem annars átti að gilda til 1933. Var
áltveðiö, að seðlaútgáfa íslandsbanka mætti ekki
fara fram úr 8 millj. kr., og átti hann að draga inn
seðla sína eftir vissum reglum.
Gjaldeyrislánið 1921 bætti að vísu aðstöðu bank-
anna, en þeir gátu samt ekki verið færir um að halda
íslenzku krónunni jafngildri hinni dönsku, enda var
t. d. gengi á sterlingspundi í árslok 1921 20—21 kr.
í Kaupmannahöfn, en 26—27 kr. í Reykjavik. Var
nú íslenzka krónan skilin frá þeirri dönsku og varð
sjálfstæð mynteining. 13. júní 1922 tóku bankarnir
að skrá opinberiega gengi erlendra mynta.
Gengishrun það, sem varð á krónunni eftir styrj-
öldina, náði hámarlti sínu 1924, en þá komst gull-
gildi hennar niður í 47%. Var mönnum þetta ærið
áhyggjuefni, og var gripið til ýmissa ráðstafana til
þess að vinna gegn frekara falli krónunnar. Lands-
bankinn tók 200 þús. sterlingspunda lán í Bretlandi
með ríkisábyrgð, og íslandsbanki breytti einnig
iausaskuldum sínum í lengri lán. Innflutningur var
lakmarkaður samkvæmt heimild frá 1920. Tollar
allir, að frátöldum korntollinum, voru hækkaðir um
25%, og auk þess iagður á 20% verðtoilur.
Svo sem áður var getið, tók Magnús Guðmunds-
(78)