Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Síða 84
á þessum árum deilt mjög á íslandsbanka, og stóð
höfuðorustan á þinginu 1923 um tillögu til þings-
ályktunar, er framsóknarmenn báru fram samtímis
í báSum deildum, um að skipa nefnd til þess að
athuga fjárhagsaðstöðu íslandsbanka gagnvart rík-
inu í sambandi við lánið i Bretlandi 1921. Breyting-
artillögur voru bornar fram í báðum deildum um að
skora á ríkisstjórnina að gefa fjárhagsnefndum þings-
ins skýrslur um tryggingar þær, er íslandsbanki setti
fyrir láninu, og voru þær samþykktar eftir miklar
og heitar umræður. Voru mál þessi mjög ofarlega i
hugum manna, og héldu blöð Framsóknarflokksins
og Alþýðuflokksins uppi látlausum árásum á bank-
ann.
1924 hurfu deilurnar að mestu, enda hófst þá góð-
æri, og óttuðust menn varla lengur, að neitt hrun
gæti verið i vændum.
En seðlaútgáfumálið var enn óleyst. 1923 hafði
verið samþykkt á Alþingi heimild til þess að stofna
nýjan banka, Var þetta „norski bankinn“ svo kall-
aði. Á Alþingi 1924 lagði Björn Kristjánsson fram
frumvarp um seðlaútgáfu ríkisins. Samkvæmt því
átti sérstök stofnun að hafa seðlaútgáfuna með hönd-
um og gefa út gulltryggða seðla, er hún lánaði bönk-
unum.
Að tilmælum stjórnarinnar var flutt annað frum-
varp um þetta efni, og átti Landsbankinn samkvæmt
þvi að verða hlutabanki og hafa seðlaútgáfuréttinn,
en ekki fékk málið afgreiðslu. 1925 bar stjórnin enn
fram frumvarp um Landsbankann, en fjárhagsnefnd
efri deildar klofnaði i fjóra hluta um málið, og lauk
þvi þannig, að ákveðið var að skipa í málið milli-
þinganefnd. Gaf hún síðar út ýtarleg álit, og var
seðlaútgáfumálinu endanlega ráðið til lykta á þing-
unum 1927 og 1928. Deilan hafði aðallega staðið um
það, hvort hafa skyldi sérstakan seðlabanka, eins
og Björn Ivristjánsson hafði lagt til, eða hvort Lands-
(82)