Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Page 87
laust lán í London til kaupa á hlutabréfum Útvegs-
banka íslands h/f, IV2 millj. kr., og námu skuldir
ríkissjóðs í árslok 1940 40 millj. kr. Fram til 1908
hafði varla verið um nokkrar ríkisskuldir að ræða,
en þá hafði verið tekið lán, að upphæð hálf millj.
kr., til lagningar simalína, og 1909 hálf önnur millj.
kr. til þess að kaupa veðdeildarbréf. Síðan hefur
ríkið tekið ýmis lán, t. d. 1921, 1926—1927, 1930
og 1935.
í september 1931 losuðu Bretar sterlingspundið
úr tengslum við gullið, og féll það þá allmjög miðað
við gull. Var íslenzka krónan látin fylgja sterlings-
pundinu eins og myntir hinna Norðurlandanna.
Þrátt fyrir gjaldeyrislánið héldu bankarnir áfram
að safna lausaskuldum erlendis. Krónan var hins
vegar ekki hækkuð gagnvart sterlingspundinu, held-
ur var gripið til innflutningshafta á árinu 1931, til
þess að vinna gegn hinum óhagstæða verzlunarjöfn-
uði, og Landsbankanum og Útvegsbankanum veittur
einkaréttur til þess að verzla með erlendan gjald-
eyri.
Á miðju ári 1931 tók Ásgeir Ásgeirsson við fjár-
málaráðherraembættinu af Einari Árnasyni. Hann
(85)