Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Side 91
var lagt niður, og forstöðuniaður Sjúkrasamlags
Reykjavíkur frá því er það tók til starfa og þar til er
hann varð fjármálaraðherra. Á þing var hann kosinn
i Reykjavík 1919.
Það, sem af er ófriðnum, hefur peningavelta aukizt
mjög í landinu. Utanríkisverzlunin hefur verið mjög
hagstæð, og dvöl brezka setuliðsins í landinu á og
sinn þátt í hinni auknu peningaveltu. Á mjög
skömmum tíma losnuðu bankarnir við allar lausa-
skuldir sínar í Englandi. í lok júní áttu þeir þar
inni 115 millj. krónur. Tekjur ríkissjóðs hafa verið
meiri en undanfarin ár, en vegna óvissunnar um
framtíðina, veitti Alþingi við samningu fjárlaganna
fyrir 1940 ríkisstjórninni heimild til þess að lækka
öll gjöld ríkissjóðs, sem ekki eru bundin í öðrum
lögum en fjárlögum, um 20%, og í fjárlögunum
fyrir 1941 og 1942 var heimild þessi hækkuð upp
i 35%.
Af fjárhagsmálefnum, sem síðasta Alþingi hafði
til meðferðar, má telja skattamálin og dýrtíðarmál-
in merkust. Um hin fyrr nefndu náðist samkomu-
lag milli aðalflokka þingsins, en ekki um dýrtiðar-
málin. Voru þó samþykkt lög um heimild fyrir rikis-
stjórnina til ráðstafana og tekjuöflunar vegna dýr-
tíðarinnar og erfiðleika atvinnuveganna, enda virðist
öllum koma saman um, að brýna nauðsyn beri til
þess að vinna gegn dýrtíðinni, ef ekki á illa að
fara að leikslokum. Þótt það tímabil, sem af er
styrjöldinni, hafi verið landsmönnum hagstætt,
verður enn ekkert um það sagt, hvort það timabil,
sem ófriðurinn kann að standa, að meðtöldum þeim
erfiðleikaárum, sem óhjákvæmilega hljóta að fylgja
í kjölfar hans, muni verða hagstætt sem heild. Fyrri
árin tvö i síðustu heimsstyrjöld voru landinu einnig
mjög hagstæð, en allt ófriðartímabilið þó óhagstætt.
Hér hafa nú verið rakin nokkur atriði úr sögu
fjármála hins opinbera og bankanna frá því, er Al-
(89)