Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Page 94
farið. ÞaS eru því einungis geymslumöguleikar
kjallaranna, sem gefa þeim gildi.
Hinir, sem halda kjallaralausu húsunurn fram,
benda með réttu á ýmsa ókosti kjallaranna sem
geymslupláss og telja þá dýra og að mörgu leyti
óhentuga.
Hlutir þeir, sem vanalegast eru i notkun á sveila-
heimilum, eru: jarðyrkjuverkfæri, amboð, reiðskap-
ur o. fl. Geymslur fyrir þessa hluti eru mjög óheppi-
legar eða ótækar í kjallara, sem vanalega er meira
eða minna niðurgrafinn, og verður því að bera alla
liluti upp og ofan tröppur. Auk þessa er kjallarinn
of dýr verkfærageymsla. Skemma, byggð að húsa-
baki, t. d. úr torfi og grjóti, er ódýr og fullgóð
geymsla. í skemmunni má lika geyma aðaleldiviðar-
forðann, en hafa siðan minni eldiviðargeymslu inni
i bænum.
Ein aðalgeymsluvaran er kartöflur og annað græn-
ineti. Kjallarar eru yfirleitt slæmar kartöflugeymsl-
(92)