Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Page 98
7. mynd. Suefnbekkur með lausum, stoppuðum dýnum, þrem
í sœti og þrem við bak. Undir sœtinu er rúmfatagegmsla.
þar sem fólk getur dregið af sér óhrein föt. Úr þess-
um klefa liggja síðan dyr í þvottahús og eldhús.
Nú er ætlunin sú, að fólk, sem er að útivinnu
eða gegningum, noti þennan gang bæði til máltíða
og eins á kvöldin að lolcnu dagsverki. Er þá ætlazt
til, að það geti dregið af sér vosklæði og óhreina
skó og þvegið sér í þvottahúsinu, áður en gengið er
í eldhúsið til máltiða, en í eldhúsinu er auk nauð-
synlegra skápa og búrs innréttaður borðkrókur
með matborði og bekkjum. Með þessu móti sparast
umgangur um íbúðarhluta hússins, og um leið spar-
ast vinna við að halda húsinu hreinu.
í þvottahúsi eru baðtæki, ódýr og einföld, en full-
viðunanleg.
í íbúðarhluta hússins er fyrst að telja rúmgóða
stofu með gluggum móti suðvestri og norðvestri. Út
úr stofunni er byggt smáherbergi eða krókur, og er
hurðarlaust op á milli hans og stofunnar. í þessu
smáherbergi er rúm fyrir litið skrifborð undir
glugga, en á vegg fjær glugga er innbyggður bóka-
skápur. Legubekkur er þarna lika. Þetta gæti verið
eins konar skrifstofa húsbóndans, og þar má lika
hafa næturgest. Sjá mynd 1. og 10.
Stássstofan er engin, enda eru slík herbergi
(96)