Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Síða 105
venjulega fyrir langmest af úrkomunni (snjó og
vatni). En samkvæmt því, sem fyrr er sagt, vex
orkumagnið með hæðinni yfir sjávarmál. Við út-
reikning allrar orkunnar verður því að finna meðal-
hæð landsins.
Eftir því, sem mér er kunnugt, mun meðalhæðin
tæplega lægri en 450 m yfir sjávarmál, líklega held-
ur hærri. Ég veit ekki til, að þetta hafi verið ná-
kvæmlega rannsakað —, miða því við þessa hæð
— 450 metra — í útreikningum.
Þegar meðaltalið er tekið, skoðum vér, að allt
landið yrði slétt (að) ofan, jafnhátt, 450 m. Þar
uppi er þá öll ársúrkoman 100 cm djúp.
Er þá komið að lausn hins einfalda dæmis:
Þyngd ársúrkomunnar margfölduð með 10 (hest-
öfl teningsmetrans) sinnum 450 (fallhæðin).
Útkoman á allri starfsorku ársvatnsins á íslandi
er þá alls 450 billjónir (450 000 000 000 000) hestafla!
Þetta er ógurlegt afl.
Ef vatn það, sem fellur niður á ísland á einu ári,
væri látið i ferhyrnda þró, með 100 kílómetra löng-
um hliðum, yrði vatnið í þrónni 10 metra djúpt.
Væri þetta Miklavatn sett þannig, að vesturhorn
þess væri í Reykjavík, yrði norðurhornið í Hauka-
dalsvatni í Dalasýslu, austurhornið á Hveravöllum
á Kjalvegi og suðurhornið nálægt Fellsmúla i Land-
sveit. Vatnið yrði 10 000 km2 að flatarmáli.
Væri þeim 100 milljörðum teningsmetra (m3),
sem ársúrkoman er, raðað í eina lengju, yrði hún
100 000 000 kílómetra Iöng. Lengju þessari, sem er
ferstrend, 1 metri á hvern veg, mætti vefja 2500
sinnum kringum jörðina, eða yrði hún lögð bein,
næði hún % af vegarlengdinni til sólarinnar!
Til þess að geta gert sér Ijóst, hve mikið vatn
fellur niður í skúr, lætur maður rigna ákveðnar
mínútur i ilát, t. d. disk eða þvottaskál með ákveð-
inni opstærð. Er þá hægt með reikningi að finna,
(103)