Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Side 117
Þegar gerð verður skrá yfir sjúkdóma manna nú
á dögum, er ég viss um, að þar verður að finna
áhyggjur, sem skapast af óvissum atvinnuskilyrð-
um. Sú óvissa leiðir af sér ótta, vantraust á sjálfum
sér og samskiptunum við aðra. Þetta er eins og
eitur, sem Iæsir sig innst í huga manns og hjarta og
breytir honum í eitthvað, sem hann ætti ekki að
vera. Þannig var þessu háttað um Henry. Hann var
ófamfærinn, hlédrægur og svo sem hann væri
hræddur við skuggann sinn.
En nú rétti hann úr sér, er hann hafði þúsund
dala seðilinn í vasa sínum, og skrefin urðu föst og
ákveðin. Þegar hann kom til skrifstofunnar, skálm-
aði hann inn, rétt eins og hann ætti allt húsið. For-
stjórinn var þá enn ókominn, og sagði Henry þá
við fólkið: „Segið herra French, að ég komi rétt
hráðum. Ég þarf að tala við hann.“
Því næst gekk hann hvatlega út í skrifstofu Fair-
view Dagblaðsins og skrifaði þar auglýsingu um,
að hann hefði fundið seðilinn. „Eigandinn er beð-
inn að tala við Henry Armstrong.“ Auglýsingin
kostaði hálfa aðra krónu, en Henry átti ekki svo
mikið til í smápeningum og bað um að skrifa það.
Skrifstofupilturinn varð þá að tala um þetta við
herra Young, eiganda og ritstjóra blaðsins.
„Fann hann þúsund dala seðil?“ spurði herra
Young. „Ég skal tala við hann.“
Hann gekk fram og talaði við Henry. „Ég sknl
segja yður nokkuð, ungi maður: ef þér segið mér
alla söguna, skal ég' skrifa grein um þennan fund,
og þá þurfið þér alls ekki að auglýsa. Yar nokkuð
utan um seðilinn?“
„Nei,“ sagði Henry, „það var ekkert, sem gæfi
nokkra visbendingu um eigandann. Ég skal sýna
yður seðilinn, herra Young.“
„Ég kæri mig ekkert um að sjá hann,“ sagði rit-
stjórinn strax. „Það er ekki hægt að vita það nema
(115)