Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1942, Blaðsíða 119
„Einmitt það, ungi maður.“
„Ég vissi, að yður mundi mislíka það, sem ég
sagði, herra Young, en það er yður sjálfum að
kenna, að ég sagði það.“ Og með þessum orðum
gekk Henry út.
Svo datt honum í hug að segja Dolly fréttirnar,
svo að hann hljóp til hennar og sagði henni alla
söguna, en bar svo óðan á, að hún botnaði ekki neitt
í neinu, en hrópaði upp yfir sig: „Hvað er að þér,
Henry? Svona hef ég aldrei séð þig.“
Þú skilur ekkert í þessu enn þá, elskan,“ sagði
Henry. Þegar ég kem aftur í skrifstofuna, œtla ég
að tala almennilega við hann French. Honum er
orðið mál að vita, hvert stefnir, og það ætla ég að
segja honum.“
„Henry! Þá missirðu stöðuna!“
„Staða mín er einskis virði. Ég sé þig seinna,
Dolly.“
Þegar Henry kom í skrifstofuna, skálmaði hann
inn í helgidóm forstjórans.
„Herra French,“ sagði hann, „ég er hingað kom-
inn til þess að segja yður, að ég ætla ekki að vera
lengur í yðar þjónustu. Ég fann þúsund dala seðil i
morgun, og nú ætla ég að svipast um og vita, hvort
ég finn ekki eitthvað, sem mér gezt betur að. Ég
þoli ekki lengur óvissuna, sem hérna ríkir, og ef
yður langar til að heyra það, þá skal ég gjarnan
skýra yður frá því, hvers vegna mönnum eins og
mér er svona innanbrjósts.“
„Haldið þér áfram, Armstrong,“ sagði French.
„Mér þætti gaman að heyra, hvað þúsund dala seð-
illinn hefur að segja.“
„011 vinnum við hér í fullkominni óvissu og er-
um sífellt að brjóta heilann um það, hvert verði
látið fara næst. Þessi óvissa skapar ótta og geig, og
er hvort tveggja fjárhagslega skaðlegt félaginu.
Starfslið ykkar er eins og hálfgert á nálum, og þetta
(117)