Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Side 27
William Gorgas
og gula sóttin í Havana.
Margar eru þær sóttir, sem mannkynið liafa hrjáð
fyrr og síðar, og geta menn nú vart gert sér í hug-
arlund þá skelfingu, sem greip fólkiö, Jjegar stóra
bóla, svarti dauði eða kólera var komin upp á meðal
þess og engin ráð voru til gegn drepsóttinni nema
bænir, dýrlingar og lielgra manna bein.
Gula sóttin átti heima fremst í flokki þeirra sótta,
sem strádrápu fólk i stórum stil á skömmum tíma,
svo að mikil ógn stóð af henni. Þessi drepsótt átti
og á heima í Suður-Ameríku, en hennar varð iðulega
vart í Mið- og Norður-Ameríku, þar sem mannskæðir
faraldrar geisuðu hvað eftir annað á síðastliðinni
öld. Árið 1664 gekk hún á eynni St. Lucia i Vestur-
Indium og drap þar af 1500 manna setuliði alla nema
89 menn. Bandaríkin fengu hvað eftir annað að kenna
á þessari mannskæðu sótt. Haustið 1793 drap hún
vfir 4000 manns i Philadelphia, og er sagt, að ekk-
ert, sem gerzt hefur í sögu þeirrar borgar, hafi slegið
menn annarri eins skelfingu og látið eftir sig eins
blóðugt kjölfar af sorg og hörmungum eins og þessi
drepsótt.
Einn af þekktustu læknum Bandarikjanna á þeim
tíma, Benjamin Rush, hefur látið eftir sig lýsingu á
þessum faraldri, og gefur lmn góða hugmynd um
hvernig ástatt var í borginni.
„Frá 8. til 15. september vitjaði ég á hverjum degi
milli 100 og 120 sjúklinga,“ segir dr. Rush. Margir
lærisveina hans vitjuðu 20—30 sjúklinga á dag. „í
margar vikur gleypti ég aldrei i mig matinn án þess
að skrifa marga lyfseðla við matborðið. . . Ég fór á
fætur klukkan sex, og þá var vanalega kominn hópur
manna, sem beið eftir mér í biðstofunni. Þegar svo
(25)