Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Qupperneq 33
Árið 1882 var hann fluttur til Fort Brown í Texas.
Þar geltk þá gula sóttin, og veiktust ýmsir meðal
hersins þar. William Gorgas vildi fá að stunda sjúk-
lingana, sem haldnir voru guiu sóttinni, en þar sem
hann hafði aldrei fengið veikina sjálfur, var honum
stranglega bannað af yfirmðnnum sínum að koma í
þann hluta sjúkrahússins, þar sem slikir sjúklingar
voru einangraðir.
Einu sinni kom einn af æðri herforingjunum í
sjúkrahúsið, þegar Gorgas átti að vera þar við skyldu-
störf. En þegar Gorgas fannst ekki, fór herforing-
inn sjálfur að leita og fann liann loksins á forboðna
svæði sjúkrahússins, þar sem Gorgas var að kryfja
þann, sem siðast hafði látizt úr gulu sóttinni. Skipun
var strax gefin út um að setja liann i fangelsi, en
nokkrum klukkustundum siðar var sú skipun dregin
til baka og Gorgas bannað að láta sjá sig í sjúkra-
húsinu annars staðar en í einangrunardeildinni fyrir
gulu sóttina. Það var einmitt það, sem hann hafði
óskað sér. Hann veiktist um þessar mundir alvarlega af
gulu sóttinni, en náði sér til fulls aftur.
Eftir þetta fór Gorgas að leggja sig eftir að kynna
sér gulu sóttina. Hann las allt, sem hann gat fundið
um hana, og sat sig ekki úr færi, ef hann átti þess
kost að komast i kast við faraldur af henni.
Enginn vissi þá, hver var orsök veikinnar. Menn
héldu, að „óhollar gufur“ eða jafnvel aðeins mikið
samsafn af óhreinindum væri það, sem breiddi veik-
ina út, en trúaða fólkið hélt, að drepsóttin væri
fyrst og fremst guðdómleg refsing fyrir syndugt
liferni.
Einn amerískur læknir, Jósúa Nott, sem var glögg-
ur og gætinn maður, hafði komizt að þeirri niður-
stöðu, að gula sóttin bærist með mýflugum. Hann
hafði gert margar athuganir og ýmsar tilraunir til
að sanna þessa kenningu sína og hafði sannfærzt
um, að mýflugan væri tengiliðurinn, sem bæri sjúk-
(31)