Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Síða 38
Bandaríkjunum 1898 og naut þar aðstoðar tveggja
lækna, eftir að hann hafði sjálfur verið kallaður á
brott. Hann gat ekki lokið við að vinna úr skýrslun-
um fyrr en veturinn 1899—1900, en þá gat hann látið
eftirfarandi athuganir frá sér fara: l)enginn hafði
sýkzt af veikinni, sem hafði komið á þessa sveitabæi
i Mississippi fyrstu 10—14 dagana eftir að veikin kom
upp á bænum, 2) mikill hluti þeirra, sem komu á ;
þessa bæi eftir 2—3 vikur, sýktust, og 3) það var
engan veginn nauðsynlegt að koma nálægt sjúkling- ,
unum til þess að sýkjast. Menn gátu meira að segja
sýkzt eftir að sjúklingnum var batnað eða hann var
dáinn og grafinn. Carter dró þá ályktun af þessu, að
sjúklingurinn sjálfur væri ekki hættulegur nem? i
gegnum það umhverfi, sem hann skapaði i kringum
sig.
Og dr. Carter var ekki i neinum vafa um, hvernig
stæði á þessu 10—14 daga millibilsástandi. Gula
sóttin sýkti ekki eins og' mislingar eða stóra bóla,
þar sem sóttkveikjan berst beint frá einum til ann-
ars. Eins og við malaria hlaut að vera hér milliliður, j
sem þarf tíma til að þroska sóttkveikjuna í sér, áð-
ur en hún getur sýkt menn.
Um þessar mundir var gula sóttin orðin svo al-
varleg plága, að yfirlæknir Bandarikjahersins skip-
aði sérstaka nefnd lækna til þess að fara til Havana
til þess að sjá, hvort ekkert væri unnt að gera til þess
að kveða þennan ófögnuð niður. Formaður þeirrar
nefndar var herlæknirinn Walter Reed ofursti, sem |
gat sér heimsfrægð með þeirri för og það að verð-
leikum.
Walter Reed og samstarfsmenn hans. Með dr. Reed j
fóru þrir óþekktir læknar, þeir James Caroll, Aris-
tide Agramonte og Jesse W. Lazear. Fyrsta verk
þeirra var að sýna fram á, að sýkillinn, sem ítalski
læknirinn Sanarelli hafði haldið fram að væri orsök
(36)
1