Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Qupperneq 41
Næsta skrefið var að láta sótthreinsa þann hluta
sjúkrahússins, þar sem maðurinn liafði veikzt. Það
lét Reed gera með nýrri aðferð, sem aldrei hafði
verið notuð áður. Hvorki var notað karból né lysól,
ekki einu sinni þvegið með sápuvatni. Það eina, sem
snert var við, voru flugurnar. Þær voru allar veiddar
og siðan voru tveir móttækilegir menn'setttir i stof-
urnar. Hvorugur þeirra veiktist. Nú sá Reed, að’
honum miðaði áfram.
Til þess að sýna þeim efagjörnu, að það væri ekk-
ert annað en mýflugan, sem bæri veikina, lét Reed
reisa annað hús skammt frá, örugglega þétt fyrir mý-
flugum, svo að þær kæmust hvorki út né inn án hans
vilja og vitundar. Inn i þetta hús lét Reed safna öllu
því versta dóti, sem hann gat hugsað sér, frá öðru
sjúkrahúsi, þar sem margir voru veikir af gulu sótt-
inni. Rúmföt frá þeim ineð alls konar úrgangi frá
sjúklingunum, ekki aðeins svörtu spýjunni, sem flestir
héldu, að væri smitandi, heldur lília saur og þvagi
og jafnvel hráka. Náttfötin voru tekin frá nýdánum
sjúklingum til þess að færa tilraunamennina i þau
volg af gulu sóttinni. Alls konar flíkum og lökum var
dreift um þennan nýja spitala, og dr. Reed horfði
sjálfur á, þegar kistan var opnuð, sem allt þetta sam-
safn var í. Ef ekki reyndist hættulegt að snerta neitt
af þessu dóti, þá var engin hætta á, að gula sóttin
gæti borizt beint frá einum til annars. Þar er skemmst
frá að segja, að mennirnir, sem íátnir voru búa inn-
an um allt þetta drasl, veiktust ekki. Enginn þeirra
fékk gulu sóttina.
Þetta var sönnunin, sem Reed vantaði. Nú fóru
jafnvel þeir efagjörnustu að linast. En Reed lét ekki
þar við sitja. Hann var kominn hér inn á tilrauna-
braut, sem tók liug hans allan, og hann vildi vita
meira. Hann tók blóð úr sjúklingi innan þriggja daga
frá þvi að hann veiktist og lét dæla því undir húð
á móttækilegum manni. Nokkrum dögum seinna
(39)