Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Side 106
ljóð um unnustur og dísir minningaheims og jafn-
vel draumaveraldar, þvi að þeirri konu, sem skáldið
hefur dýrlegastrar notið, hefur hann aldrei kynnzt.
En hann hefur í siðustu bók sinni sýnt, að þrátt
fyrir allt hefur hann — eins og hann segir:
„safnað til vetrarins sólskini i blóðið
og sumarsins angan í vetrarljóðið“.
Magnús Ásgeirsson er fæddur á Reykjum i Lundar-
reykjadal i Borgarfirði árið 1901. Hann varð stúdent
1922, og siðan var hann við norrænunám í tvo vetur.
Hann stundaði svo þingskriftir, blaðamennsku og
ritstörf, unz hann árið 1941 varð bókavörður i Hafn-
arfirði.
Magnús gaf út 1923 ljóðabókina Síðkveld, sem flytur
vel unnin og listræn, en ekki veigamikil kvæði. Siðan
hefur Magnús litt fengizt við að vrkja, svo að vitað
sé, en hann hefur þýtt fjölda ljóða frá ýmsum lönd-
um á íslenzka tungu. Frá hendi Magnúsar hafa komið
mörg bindi þýddra kvæða. Magnús hefur þýtt ljóð
eftir fjölmörg skáld, og þá einkum norræn, og ljóðin
eru með svipmóti ýmissa tíma og stefna. Þýðingar
hans eru mjög fágaðar að formi, en auk þess eru
þær yfirleitt trúr spegill frumkvæðisins. Þær hafa
haft mikið gildi fyrir ung íslenzk skáld og hlotið
vinsældir alþýðu manna. Magnús hefur því með
þeim unnið merkilegt starf á vettvangi íslenzkra bók-
mennta.
Magnús Stefánsson (Örn Arnarson) fæddist i
Kverkártungu á Langanesströnd í Norður-Múla-
sýslu árið 1884. Hann tók gagnfræðapróf 1908 og
kennarapróf árið eftir. Hann fékkst einn vetur við
farkennslu, en síðan stundaði hann lengstum skrif-
stofu- og verzlunarstörf, fyrst í Vestmannaeyjum og
siðan í Hafnarfirði. Siðustu árin var hann mjög
heilsuveill. Hann lézt árið 1942.
Magnús orti undir dulnefninu Örn Arnarson. Ljóða-
(104)