Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Page 112

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Page 112
höfðu verið sveipaðar gliti ímyndunaraflsins, og nú reikaði hann ár eftir ár um götur þessarar borgar, sem varð æ þysmeiri og hávaðasamari, æ vélrænni, var síbreytileg eins og titur salamöndrunnar og ekki alltaf sem skáldlegust í hamskiptum sinum. Fé- lagarnir hurfu einn af öðrum til hversdagslegra starfa, og hinar fögru konur urðu misjafnlega stáss- legar frúr og mæður, og umtals- og áhugaefnin urðu ærið lítið háfleyg, bundin deginum i dag, — hjá karl- mönnunum: peningar, atvinna og flokkarefskákin, sem varð með hverjum deginum meira og meira hita- mál; hjá konunum: börn og vinnukonur og grann- konur og kjólar — enginn blær mikilla hugsjóna, enginn andi háleits áhuga eða þjóðlegrar fórnar- lundar. Loks umheimurinn: Grár fyrir járnum, heim- ur kreppu og ringulreiðar, heimur harðstjórnar og frelsissviptinga, heimur örvænis og þreytu eða trú- arbragða á óskeikulleik einstakra foringja, sem hrópuðu æ hærra og gerðu sífellt meiri kröfur um undirgefni almennings og óskilyrðisbundna trú á forsjá þeirra. Tómas Guðmundsson mun engan veginn hafa fundið hjá sér vilja eða getu til sam- löðunar slíkri veröld. Hann varð að skapa sér aðra. Hann var barn fagurrar sveitar og mundi hafa átt iþess kost að yrkja sig frá hinu þysmikla og erilsama flífi á asfaltgötunni til hins frumstæða gróandlífs í faðmi náttúrunnar. En lif og draumar unglingsins liöfðu bundið hann sterkum böndum hinu nýja um- hverfi, og svölun hans varð sú að fegra þetta um- hverfi og stæra og flytja frá framandi löndum það, sem samræmdist þeirri veröld, sem hann bjó sér til hér heima. En í hinum leikandi og listrænu ljóðum Tómasar frá þessum árum dylst ekki hneigð hans til að sjá eitthvað dulið, þessum sýnilega heimi fjar- lægt, undir hinu fágaða en tómlega yfirborði. Það mun engin tilviljun, að fegurst allra kvæða hans frá þessum tima eru þau, þar sem hið skvnjanlega og (110)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.