Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 115
Afstaða skáldsins til tilveru æðri máttarvalda og
þeirra afla í oss sjálfum, sem þeim fái tengzt, sést
glögglega af eftirfarandi ljóðlínum:
„Og loks — gegn dauðans ógn vort eðli snýr.
Vor andi á sjálfur vald, sem myrkrið knýr
til undanhalds. Eitt ákall vort í nauðum,
ein auðmjúk bæn fær reist oss upp frá dauðum.
í angist sinni og sorg' er heil og sterk
vor sál, er henni skilst það kraftaverk,
sem hvorki jarðneskt vald né vit fær stjórnað,
en vinnst tveim höndum, sem i bæn er fórnað.“
Loks þetta um hlutverk skáldsins — úr hinu stutta,
en undurfagra kvæði Fljúgandi blóm:
,,Og seg þú mér, ljóð mitt, hvort er ekki einmitt þetta
hin eina gleði, sem sálir og kvæði varðar,
að mega í auðmýkt fara að dæmi fuglsins,
sem flýgur í erindum guðs milli himins og jarðar?“
Hvorki glæsileiki um val orða og mynda né list-
ræn tækni i hrynjandi og gerð kvæðanna er síðri í
þessari seinustu bók Tómasar en í tveimur þeim
næstu á undan. En í þessari verður þetta minna
atriði en i hinum, þvi að i staðinn fyrir þá trega-
kenndu tilbeiðslu ytri fegurðar og svo sem hálfdulins
lifsþorsta og glettni, sem er stundum á mörkum þess
gullvæga og þess gyllta, er komin djúp persónuleg
alvara og stundum fjálgleiki þess manns, sem veit
lífi sínu veg og finnur blóð sitt duna samhreima nið
fljótsins helga. Tómas Guðmundsson var borgarskáld
og raunar skáld allra þeirra, sem hafa yndi af fag-
urri list, hvar og hvernig sem hún birtist. Með Fljót-
inu helga er hann orðið skáld hins líðandi og stríð-
andi anda þjóðarinnar.
Guöm. Gíslason Hagalín.
(113)