Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Side 125
Smælki.
Tryggvi Gunnarsson og Páll Ólafsson.
Góð vinátta var með þeim Tryggva og Páli. Hófst
hún snemma á árum og hélzt meðan þeir lifSu báSir.
Fóru bréf á milli þeirra allt frá 1866 a. m. k., en
flest munu þau nú glötuS. í bréfum sínum lét Páll
oft fjúka í kviðlingum, enda létt um kveðskapinn.
Tryggvi hafði eins og fleiri mildar mætur á smelln-
um og gamansömum stökum og birti á sínum tíma
nokkrar vísur Páls i Almanakinu. HaustiS 1887
hefur Páll ritað Tryggva. Virðist, sem þá hafi um
hriS nokkurt hlé verið á bréfaskiptum þeirra. Þar
hefur Páll minnzt á margra ára vináttu, en nú fari
ævin að styttast og ætti þeir að tengja hana sem
fastast það sem eftir væri. Tryggvi tekur undir þetta.
„Flestir minir beztu vinir eru dánir, og fiestir liinir
lifandi breyta litum og snúa viS blaðinu, svo mér
þykja ekki mínir of margir.....Min staða hefur
verið sú i mörg ár, sem er óvinsæl á íslandi, pólitik
og verzlun, svo mig furðar ekkert á þvi, þó ég fái
mótstöðumenn. Landið er svo, að maSur má enga
sjálfstæða skoðun liafa .... en það vil ég ekki kaupa
fyrir nokkurt verð .... Þessi síSustu harSindaár er
staða mín svo, að skyldan heimtar, að ég sé böðull
og skarpréttari á skuldunautana, og það þó minir
frændur og beztu vinir eigi i hlut. En þeir eru margir,
sem ekki greina það að ....
Þegar ég hugsa um þig sem aldeilis einstakt skáld
íslendinga og einstakan öðling og gestgjafa heim að
sækja og forustumann í héraði, þá segi ég: Fjarska-
legt land og þjóð er nú þetta, að svona maður skuli
þar fá að vera í búksorg og varla sjá út úr því, að
liann geti fengið sitt. Ég er viss um, að i hverju öðru
landi værir þú í beztu efnum og borinn á höndum . .
(123)