Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Page 128
Út af þessu skrifar P. Ó. Tr. G. 8. nóv. 1889 m. a.
á þessa leið: „Ég er þó hálfviðkvæmur í þá átt, að
rétt sé hermt; það var nú í seinasta Almanaki, að ég
á ekki eitt orð í fyrri partinum á þessari vísu „Hvað
skal svín etc.“ Vísan er slitin úr samhengi í Ijóða-
bréfi til Vfilhjálms] Oddsens .... og er næsta vísan
á undan [svona]:
Svona um jólin dauft er að deyja,
Drottinn minn! En hvað á að segja?
Liðka tappann laglega úr stútnum.
Lof sé guði, nóg er í kútnum.
I staupi gef ég öðrum samt ekki,
yfirvaldið sjálft þó að drekki.
Hvað skal svín með silfur á trýni?
Svo er að fylla dóna með víni.
Vísan „Bændur fara á kaldan klaka“ er í sjálfu
sér góð, en bæði efnið og svo athugasemd þín um
Slimon hefur ekki aukið hróður minn við hann né
kaupsa.“ Trvggvi hafði getið þess, að enski fjárkaup-
maðurinn Slimon myndi hafa farið eitthvað illa með
Pál og Páll viljað hefna sin með vísunni. Kaupsi mun
vera Valdemar Daviðsson faktor Ö. & W., sem áður
var getið. I rauninni var Páll aðeins að skemmta
sér með þvi að kveða kátlega vísu, samt líklega
ekki alveg að tilefnislausu.
Manneldi í lok 19. aldar.
Á síðustu áratugum 19. aldar var mikið um sölu
lifandi fjár, enkum sauða og annars geldfjár, til Eng-
lands. Töldu flestir bændum mikinn hagnað að verzl-
un þessari, því að oft var verðið hátt og allt greitt
í peningum, gulli, í fyrstu, en siðan leiddu skipti
þessi til innflutnings margs ltonar varnings frá Eng-
landi, sem orsakaði stórfelldar breytingar á matar-
(126)