Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 34
kalla með einföldum aðferðum. Það var sem sagt
uppgötvað að unnt var að fjölga litþráðahópnum með
því að beina hita að kynvefjum og þó einkum með
því að bera efni það á vaxtarvef jurtarinnar, sem
nefnist colchicine og unnið er úr krókustegund nokk-
urri. Efni þetta liindrar það, að litþræðir dragist
sundur við frumuskiptingu og myndast við það fer-
litna fruma.Þessum frumum getur siðan fjölgað eðli-
lega og geta þær orðið upphaf nýrra ferlitna ein-
staklinga með sjálf-frjóvgun eða kurlgræðslu á hinum
nýja ferlitna sprota.
Hefur þessari tvöföldun jurta verið beitt við
sköpun nýrra afbrigða. Til dæmis hafa Svíar sett
á markaðinn feriitna afbrigði af rúgi, smára, rófum,
dillu, spínati og eplum. Til eru einnig ferlitna vín-
viðir með berjum, sem eru mun þyngri en tvilitna
stofnar þeirra. Mjög er þessi kynbótaaðferð notuð j
við ræktun skrautjurta, þar sem blóm á ferlitna
jurtum eru oft stærri og skrautlegri en þau, sem
tvílitna frændur þeirra bera. Fjöllitna jurtir eru
taldar geta verið frostþolnari en hinar tvilitna og er
talið að fleira sé um fjöllitna jurtir þegar nær dregur
heimskautum. Ekki er það þó einhlit regla að fjöl-
litna jurtir séu iturvaxnari þeim, sem hafa lægri lit-
þráðatölu og hrakar jurtum venjulega sé litþráða-
hópur þeirra sex- til áttfaldur eða meira.
Þrílitna jurtir má fá fram með þvi t. d. að æxla
saman tvílitna og ferlitna jurt og myndast afkvæmið
við samruna tvílitna og einlitna kynfrumu. Mörg Þrl"
litna afbrigði nytjajurta liafa verið framkölluð og
tekin i notkun, þar sem þau hafa borið af tvilitna
tegundinni á einn eða annan hátt. Má þar til nefna
tejurt eina, sykurrófur og vatnsmelónur, sem Japanu
rækta, og þess má geta, að fjórði hluti allra epla-af-
brigða í Bandaríkjunum er þrilitna. Eru þrílitna
jurtir oftast ófrjóar og verða þvi að jafnaði ekki
notaðar til undaneldis, en er aftur á móti fjölgað með
(32)