Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 52
einuðu þjóðanna til að stjórna í fjögur ár haf- og
fiskirannsóknum í Perú.
Lausn frá embætti: 17. febr. var Guðbrandi ís-
berg, sýslumanni i Húnavatnssýslu, veitt lausn frá
embætti. 27- febr. var séra Pétri Magnússyni, sókn-
arpresti í Vallanesi, veitt lausn fra embætti. 27. febr.
var séra Stanley Melax, sóknarpresti á Breiðaból-
stað i Vesturhópi, veitt lausn frá embætti. 14. marz
var Lúðvíki Ingvarssyni, sýslumanni i Suður-Múla-
sýslu, veitt lausn frá embætti. 18. marz var Garð-
ari Þ. Guðjónssyni, héraðslækni i Hólmavíkurhér•
aði, veitt lausn frá embætti. 21. april var Geir Jóns-
syni, héraðslækni í Reykhólahéraði, veitt iausn frá
embætti. 14. júní var Tryggva Sveinbjörnssyni, sendi-
ráðunaut við sendiráð Islands i Khöfn, veitt lausn
frá embætti. 27. júní var Agli Jónssyni, héraðslækni
á Seyðisfirði, veitt lausn frá embætti. 27. júní var
Ara Jónssyni, héraðslækni i Egilsstaðahéraði eystra,
veitt lausn frá embætti- 12. júli var séra Þorgeiri
Jónssyni, sóknarpresti á Eskifirði og prófasti i Suð-
ur-Múlasýslu, veitt lausn frá embætti. 4. ág. var
séra Kristjáni Róbertssyni, sóknarpresti á Akureyri,
veitt lausn frá embætti. 10. ág. var Baldri Johnsen,
héraðslækni í Vestmannaeyjum, veitt lausn frá em-
bætti. 10. ág. var Braga Níelssyni, héraðslækni í
Kirkjubæjarhéraði, veitt lausn frá embætti. 10. ág.
var Guðmundi Jóhannessyni, héraðslækni í Bolung-
arvíkurhéraði, veitt lausn frá embætti. 10. ág- vat'
Jóni Guðgeirssyni, héraðslækni i Kópaskershéraði,
veitt lausn frá embætti. 10. ág. var Knúti Krist-
inssyni, héraðslækni í Flatey, veitt lausn frá em-
bætti. 6. okt lét Auður Auðuns af embætti borgar-
stjóra í Rvík, en Geir Hallgrímsson tók einn við
embættinu. 17. okt. var Ingólfi Thors, vararæðis-
manni íslands í Genúa, veitt lausn frá embætti. 28-
okt. var Daníel V. Fjeldsted, héraðslækni i Álafoss-
héraði, veitt lausn frá embætti. 28. okt. var Högna
(46)