Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 102
Nætur úr gerviefnum voru notaðar miklu meira en
ái'ur, og notkun á kraftblökkum færðist í vöxt. Mörg
sildveiðiskip voru búin nýjum fiskileitartækjum.
T»feira af síldinni fór í bræðslu, en minna í söltun
eu á undanförnum árum. Bræðslusíld á sumarsild-
% iðum var 647,000 mál (árið áður 908,000), salt-
að var > 120,800 tunnur (árið áður 217,700), en
fryst í 16,200 tunnur (árið áður 22,000). Haustsild-
veiði var fremur rýr. Suðurlandssildin var mjög
blönduð að stærð og fitumagni. Af henni fóru í
bræðslu 65,600 mál (árið áður 65,100), saltað var
í 34,300 tunnur (árið áður 51,500), fryst i 64,300
tunnur (árið áður 125,300), flutt út ísvarið 12,700
tunnur (árið áður 300). Gerðar voru tilraunir með
ýmsar nýjar verkunaraðferðir á Suðurlandssíld.
Fimm nýir togarar bættust í fiskiflotann og all-
mörg smærri fiskiskip.
Laxveiði var fremur góð. Murtuveiði var mikil
í Þingvallavatni um haustið. 379 hvalir veiddust
á árinu (árið áður 371). Af þeim voru 177 búr-
hveli, en hitt voru langreyðar og sandreyðar. Eng-
in steypireyður var veidd, þvi að ísland hafði gerzt
aðili að samkomulagi um að friða hana á Norður-
Atlantshafi á næstunni. 15 stórhveli voru rekin á
land á Vopnafirði 8. apríl. 80—90 marsvin voru rek-
in á land i Ólafsvik 26. júlí. — Humarveiðar jukust
verulega.
Sjóstangaveiðimót fór fram i Vestmannaeyjum í
maí, og tóku margir útlendingar þátt í því.
Freðfiskur var fluttur út á árinu fyrir 797,8 millj.
kr. (árið áður 413,7 millj. kr.), óverkaður saltfisk-
ur fyrir 208,9 millj. kr. (árið áður 64,7 millj. kr.),
síldarlýsi fyrir 170,1 millj. kr. (árið áður 6,1 millj.
kr.), harðfiskur fyrir 151,9 millj. kr. (árið áður 74,6
millj. kr.), saltsíld fyrir 135,4 millj. kr. (árið áður
98,3 millj. kr.), ísfiskur fyrir 109,3 millj. kr. (árið
áður 26,4 millj. kr.), síldarmjöl fyrir 90,7 millj. kr.
(96)