Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 95
felli, Hvalfjarðarströnd, fyrrv. læknir og kristniboði
i Kina, ekkjufrú í Alhambra, Kaliforníu, d. 14. marz,
f. 19. jan. ’70. [6. apríl 1955 lézt Jóhanna Guðmundsd.
ekkjufrú frá Kirkjubóli, Múlasveit, f. 14. maí ’74.]
Menn eru vinsamlega beðnir að senda árbókinni
upplýsingar um mannalát og tilgreina fullt nafn,
heimilisfang, stétt, fæðingar- og dánarár og -dag. Ut-
anáskriftin er Árbók íslands, Öldugötu 25, Rvik.
Náttúra landsins. Hlaup kom í Skeiðará í jan-
úar. Snemma í febrúar ollu rigningar og rok víða
tjóni á vegum og símalínum. 4. júli rigndi 159,9
mm á einum sólarhring í Örætum, og er það þriðja
mesta úrkoma, sem mælzt hefur hér á landi. Hlaup
kom i Súlu í júli. í júlílok ollu stórrigningar skriðu-
föllum á Austfjörðum, t. d. á Seyðisfirði og í Nes-
kaupstað. Aðfaranótt 12. desember gekk þrumuveð-
ur yfir Suðvesturland og olli talsverðu tjóni á raf-
veitukerfinu i Árnessýslu.
Jarðskjálfta varð vart á Selfossi 8. janúar.
Allmargir hnúðlaxar veiddust í ám hér á landi.
Silfurbrami, sem ekki hafði áður veiðzt hér við
land, veiddist við Vestmannaeyjar.
Mikið var unnið að náttúrurannsóknum, bæði af
innlendum og erlendum visindamönnum. Gefið var
út jarðfræðikort af Suðvesturlandi, er Guðmundur
Kjartansson jarðfræðingur hafði gert. Þýzkur sér-
fræðingur rannsakaði mósvæði hér á landi. Allmarg-
ir brezkir og hollenzkir stúdentar dvöldust við nátt-
úrurannsóknir á íslandi. í júlílok fóru um 30 út-
lendir jarðfræðingar af mörgum þjóðum í fræðslu-
för um ísland. í ágústbyrjun fóru um 60 erlendir
jarðfræðingar í fræðsluför um landið. Voru þessar
ferðir farnar í sambandi við alþjóðaþing landfræð-
inga í Stokkhólmi og alþjóðaþing jarðfræðinga i
Kaupmannahöfn.
Norræn samvinna. Hópur finnskra blaðamanna
heimsótti ísland í júni. Aðalfundur Nordisk Andels-
(89)