Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 29
annari frá foreldrum til afkvæmis, og hefur hver
einstaklingur fjölda af samstæðum slíkra einda.
Nokkru seinna, eða um 1900, kom Hugo de Vries
fram með kenningu sína um stökkbreytingar gen-
anna og útskýrði með þvi hvernig einstakir eigin-
leikar gátu orðið fyrir snöggum breytingum. En þess-
ar breytingar, sem gátu átt sér stað bæði á genum
kyn- og líkamsfruma, taldi hann nýjan efnivið til
úrvals, og væri það einmitt á þeim breytingum, sem
þróun lífverannna byggðist. Væru þær uppistaða þess
úrvals, sem þróunarkenning Darwins byggist á.
Daninn W. Johannsen jók einnig þekkingu manna á
arfgengi með tilraunum þeim, sem hann framkvæmdi
á baunum árið 1890, og hafa þær haft gagnmerka
þýðingu við kynbætur jurta. Hann sýndi fram á, að
breytileika meðal einstakra jurta valda bæði áunnir
og arfgengir eiginleikar, og taldi hann að áunnir
eiginleikar gætu ekki erfzt. Hann skilgreindi svipfar
frá eðlisfari einstaklingsins og gat þess að aðeins við
afkvæmarannsóknir væri unnt að kynnast nánar
eðlisfari jurtarinnar. Til þess hins vegar, að fá ná-
kvæmt mat á eðli tveggja jurta, þyrfti að láta hin
ytri skilyrði vera eins jöfn og frekast væri kost-
ur á. Á þessu grundvallaratriði hafa byggzt aliar
samanburðartilraunir með jurtir, sem fram fara á
tilraunastöðvum. Johannsen sýndi einnig fram á, að
við ræktun sjálf-frjóvga jurta, eins og t. d. byggs og
hveitis, myndast arfhreinir stofnar (rene linier),
þannig að afkvæmið verður við sjálf-frjóvgun alltaf
sama eðlis og foreldrið. Og þar sem engin arfbreyt-
lr>g verður á einstaklingum væri þar heldur ekki að
finna neinn efnivið til frekara úrvals. Við kynbætur
slíkra jurta þarf því að vixla saman stofna og velja
siðan úr niðjum blendingsins með ýmsum kynbóta-
aðferðum, svo sem endurtekinni sjálf-frjóvgun eða
endurvíxlun við annað foreldrið (back cross). Með
þessari aðferð má t. d. flytja einn ákveðinn eiginleika,
(27)