Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1962, Blaðsíða 112
Bandaríkjunum o. fl. 1.), sprengiefni (einkum fra
Vestur-Þýzkalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum), vís-
indaáhöld og mælitæki (einkum frá Bretlandi, Nor-
egi, Vestur-Þýzkalandi og Bandaríkjunum), áburðar-
vörur (einkum frá Hollandi, Vestur- og Austur-
Þýzkalandi og Belgíu), tóbaksvörur (mest frá Banda-
ríkjunum), skófatnaður (frá Tékkóslóvakíu, Dan-
mörlcu o. fl. 1.) og lyf (einkum frá Bandaríkjununt,
Danmörku, Bretlandi, Sviss og Vestur-Þýzkalandi).
Af útflutningsvörum var freðfiskur langmikilvæg-
astur. Hann var seldur til fjölmargra landa, en mest
til Sovétsambandsins, Bandaríkjanna, Bretlands, Aust-
ur-Þýzkalands og Tékkóslóvakíu. Helztu útflutnings-
vörur aðrar voru óverkaður saltfiskur (einkum til
Portúgals, Ítalíu, Bretlands og Grikklands), síldarlýsi
(mest til Noregs og Bretlands), harðfisltur (lang-
mest til Nígeríu, en nokkuð til Bretlands og Ítalíu),
saltsíld (einkum til Svíþjóðar, Finnlands og Sovét-
sambandsins), ísfiskur (til Vestur-Þýzkalands og
Bretlands og lítið eitt til Danmerkur), síldarmjöl
(til Finnlands, Danmerkur, Bretlands, Hollands,
Bandarikjanna, Tékkóslóvakíu o. fl. 1.), fiskmjöl (til
Sviþjóðar, Bretlands, Vestur-Þýzkalands, írlands,
Danmerkur og Tékkóslóvakíu), þurrkaður saltfisk-
ur (mest til Kúbu og Brasilíu, en nokkuð til Pan-
ama, Venezúela, Jamaica o. fl. 1.), þorskalýsi (til
Hollands, Bretlands, Tékkóslóvakíu, Bandaríkjanna,
Finnlands, Póllands, Danmerkur o. fl. 1.), saltaðar
gærur (einkum til Vestur-Þýzkalands, Svíþjóðar,
Tékkóslóvakíu, Danmerkur, Póllands og Hollands),
fryst kindakjöt (mest til Bretlands, en nokkuð til
Svíþjóðar, Bandaríkjanna og Danmerkur), karfamjöl
(aðallega til Danmerkur og Vestur-Þýzkalands), rækj-
ur og humar (mest til Bandarikjanna og Bretlands),
söltuð matarhrogn (mest til Svíþjóðar, en nokkuð
til Grikklands, Vestur-Þýzkalands, Danmerkur og
Bandaríkjanna), hvallýsi (til Bretlands, Holiands og
(106)