Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Blaðsíða 15
r
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 15
5.900 kr. í verlsuninni er
boðið uppá léttgreiðslur
• í Þinni verslun fást 4
stk af Búrfelis grillbuffum
á 191 kr. í stað 239 kr. og
sveppasósa frá Toro kostar 98 kr. í
stað 129 kr. Steiktar beikonbollur í
pakka kosta 303 kr. og hafa
lækkað um 76 kr. og
Viennetta vaniliuískaka
kostar 389 kr. í stað 489 kr.
og 1 h'tri af vaniUumjúkís
kostar 329 kr. í stað 489 kr.
Síðasti sjens að senda jólapakka
islandspóstur minnir landsmenn á að síðasti öruggi sendingardagur á jólapökk-
um til landa utan Evrópu er morgundagurinn, 3. desember, svo þeir komist til við-
takenda fyrir jól. Síðasti cruggi skiladagur ájólapökk-
um til landa innan Evrópu er 12. desember hjá íslands-
pósti. Jólapakka innanlands er best að senda 21. des-
ember eða fyrr svo þeir komist í tæka tíð fyrir jólin.
Sérstök jólapósthús verða sett upp 3. desember i
Kringlunni, Smáralind, Mjóddinni,Firði í Hafnarfírði og
á Glerártorgi á Akureyri. Þar er hægt að koma með
jólapóstinn og kaupa umbúðirog frímerki.
Hátíð ferað höndum ein „Núna í upp-
hafi aðventunnar og sérstaklega í dag er
gamli íslenski jólasöngurinn Hátíð fer að
höndum ein uppáhaldsjólalagið mitt,"
segir Steinunn Jóhannesdóttir rithöf-
undur. „Dóttir mín er einmitt þessa
stundina að pikka lagið upp á píanóið
inni í stofu. Jólamánuðurinn er fullur af
yndislegri tónlist og kórsöng, þannig
að uppáhaldsjólalögin eru mörg."
Jólalagið mitt }
DV hvetur fyrirtæki til að senda tölvubréf til að láta vita af góðum tilboðum, helst með myndum, á netfangið neytendur@dv.is. Neytendasíða DV birtist í blaðinu alla virka daga.
>* / /yy.. .- -Æm
sungu bless. Þau ætíuðu aftur í
leikskólann en þar er jólaundir-
búningurinn kominn á fullt og
“ sumir eru að æfa helgileik.
Blaðamaður spurði krakkana
hvort þau vissu hver hefði fæðst á
jólunum. Ekki stóð á svarinu,
„Jesú“, sögðu allir í kór. Svo voru
þau spurð hvað væri gaman við
jólin. „Pakkarnir!" hrópuðu marg-
ir, „og líka jólaballið, og dansa í
kringum jólatréð, já og jólasvein-
arnir". ÖÚ höfðu þau opnað jóla-
dagatahð sitt í fyrsta sinn fyrr um
daginn og biðu í ofvæni eftir næstu
23 dögum. Þau voru spurð hver
væri uppáhaldsjólasveinninn
þeirra. „Stekkjastaur," hrópar einn
strákur, „nei, Hurðaskellir," segir
prakkaraleg stelpa, „Stúfur er best-
ur“, sagði htil strákur ofurlágt.
Næst voru þau spurð hvað
hefði gerst þann 1. desember. Það
komu smá vöfflur á krakkana.
„Hún mamma á afmæli í dag"
heyrist úr hópnum og vekur það
mikla kátínu. „Er það ekki
eitthvað með danska kónginn?"
heyrist svo. Með hjálp fóstranna
rifja krakkarnir upp ástæðuna fyr-
ir því að þessi dagur er mikilvægur
fyrir ísland. „Þess vegna erum við
með fána," segja þau. „íslenski
fáninn, bandaríski bjáninn"
söngla sum og flissa. „Já, þau vita
alveg furðu margt þótt þau séu
bara fjögurra og fimm ára," segja
fullorðnir sem eru með í för.
„...bandaríski kjánabjáninn"
söngla sumir áfram og finna nýjar
útgáfur af þessu lagi sem enn
virðist heilla kynslóðirnar.
Nú fer í hönd tími jólaglöggs og hlaðborða.
Nokkuð er um að fólk neyti áfengis á slíkum
samkomum og getur það verið gaman ef gætt er
hófs. Sé áfengi meðhöndlað með skynsemi geta
einstakar tegundir verið meinhollar og haft góð
áhrif á líkamann. DV biður fólk að ganga hægt
um gleðinnar dyr og birtir hér yfirlit yfir hollustuna
sem felst í nokkrum áfengum drykkjum.
Rauðvín er gott
fyrir hjartasjúka þar
sem það hefur góð
áhrif á blóðið.
og pilsner
eru góðirfyrir
beinin.
. Sjerrí dregur úr
. f.y kólestróli enda er
þaðfullt af afeitr-
unarefnum.
Gin gerir vel við nýru og lifur
þar sem efni í víninu hafa
þvaglosandi áhrif. Gin er líka
gott fyrir fólk með bjúg.
I
Viskí er gott fyrir svefn-
inn þar sem það hjálpar
til við slökun. Einnig
mýkir það upp sáran
háls og er sérstaklega
fitusnautt.
Blóðuga María er er góð
vörn gegn krabbameini þar
sem tómatsafinn inniheldur
ríkulegan skammt af efnum
sem draga úr líkum á
krabbameini.
Ekki eru allir drykkir eins hollir.Til
dæmis getur Jack Daniels valdið
höfuðverk, Baileys er fitandi og
brandí er ávísun á timburmenn.
Vodka styrkir ónæmis-
kerfið og hentar því vel
fólki sem hefur ofnæmi
fyrir öllu þar sem auka-
efnin í drykknum eru
nánast engin.
Martini er orku-
gefandi og hægirá
öldrun. Þaðfylgir
með rannsókninni
að þetta á sérstak-
lega við um hristan
Martini sem skýrir
ýmislegt um æsku-
Ijóma og úthald
James Bond.
Um 220 þúsund manns hafa heimsótt Jólavef Júlla á netinu
Byrjaði með dalvískum jólasiðum
„Ég er mikið jólabarn i mér og geri
þetta eingöngu ánægjunnar vegna,"
segir Júlíus Júliusson, markaðsstjóri
Leikfélags Akur-
eyrar, Júlli
sem heldur
útiJólavef
Júlla þar sem
hægterað
finna gífurlega
mikið afupp-
lýsingum, sög-
um og öllu
varðandi jólin.
„Ég er með aðra
Júlíus Júlíusson Hefur
haldið útijólavefJúlla i
fimm ár við miklar vinsældir.
vefi og hugmyndin um að hanna
jólavef vatt upp á sig. Hugmyndina
fékk ég árið 7 998 og vefurinn fór á
netið árið eftir. Upphaflega byrjað ég
að safna dalvískum jólasiðum. Ég
setti mér fljótlega það takmark að
finna helst allt efni sem til er um jólin
og allt sem þeim við kemur og setja
það á vefinn og það er stefnan hjá
mér ennþá," segir Július.
„Griðarlega mikil vinna liggur að
baki verkefninu en hún hefur líka
verið og er mjög skemmtileg. Og
viðbrögðin hafa ekki látið á sér
standa. Fyrstu fjögur árin skoðuðu
220 þúsund manns vefinn
samkvæmt mínum mælingum.
Vefurinn er nú í mælingu hjá Sam-
ræmdri vefmælingu og i nóvember
síðastliðnum mældust 160 þúsund
flettingar.
Fólk fer inn á vefinn allan ársins
hring og ég er að vinna í honum
nánast alla mánuði ársins. Yfir jóla-
tímann hefur varla dottið út klukku-
tími á sólarhring, helst milli 4og Sá
nóttunni. Margir skrifa i gestabók-
ina og ég heffengið fjöldann allan
afbréfum frá Islendingum úti í heimi
sem taka þessu fagnandi, þeir nota
vefinn til að slá á jolaheimþrána.
Svo hefur maður lika eignast desem-
ber-vini sem láta heyra í sér á hverju
ári/'segirJúlius Júlíusson. Og fyrir
þá sem vantar svör við spurningum
um hvaðeina sem við kemur jólun-
um má finna svör á vefsíðunni
julli.is/jola vefur. h tm.
Gamalt & gott
Það er tímabært að draga
fram kertastjakana og njóta
kertaljósa á aðventunni. Hjá
mörgum eru stjakarnir alsettir
kertavaxi frá síðustu jólum.
Það getur verið freistandi að
grípa til borðhnífs og skafa
vaxið af. Það er þó ekki rétta
aðferðin heldur er gamalt og
gott ráð að taka fram kaffi-
trektina og setja síu í hana.
Setja síðan vatn í ketilinn og
láttu suðuna koma upp. Haltu
stjakanum yfir síunni og
helltu sjóðandi vatni yfir
hann. Vaxið safnast í síuna en
vaskurinn stíflast ekki.
Il