Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Blaðsíða 13
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 13
Ólánið eltir
bíleiganda
í fyrradag var tílkynnt tíl
lögreglunnar í Keflavík að
ekið hefði verið á kyrrstæða
og mannlausa fólksbifreið á
Faxabraut í bænum, móts
við Fjölbrautaskóla Suður-
nesja. Bifreiðin er mikið
skemmd á vinstri hlið og
virðist sem stærri bifreið
hafi verið ekið á hana.
Ólánið virðist elta eiganda
bifreiðarinnar, því einnig
var búið að gera tveggja
metra rispu eftir endilangri
hægri hliðinni. Ekki er vitað
hver þarna var að verki.
Óskað er eftir að vitni gefi
sig fram við lögregluna.
Skorið á
bíldekk
í fyrradag var tilkynnt
til lögreglunnar í Kefla-
vík að skorið hafi verið á
fjögur bíldekk, undir
tveimur bifreiðum, utan
við hús við Ægisvelli í
Keflavík. Bifreiðamar
munu ekki vera í eigu
sama aðfla. Ekki er vitað
um tjónvald en málið er
í rannsókn.
Hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja er
rýr hér á landi
ísland langlægst
á Norðurlöndunum
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, var þátttak-
andi á fréttamannafundi í Osló í gær
í tilefni af útgáfu skýrslu um hlut
kvenna í stjórnum og framkvæmda-
stjórnum 500 stærstu fyrirtækja á
Norðurlöndunum (Nordic 500).
Hlutfall
kvenna í
stjórn-
um
stærstu
fyrir-
tækja á
Norður-
löndun-
um
16,5%.
Bandaríkjunum er hlutfallið 13,6%
og í Bretlandi 11,8%. Á Norðurlönd-
unum er hlutfallið hæst í Noregi eða
22%, í Svíþjóð 19%, Finnlandi 13%,
Danmörku 12% og á íslandi 11%. Ef
einungis em tekin fyrirtæki skráð í
kauphöllum þá er hlutfallið lang-
lægst á íslandi, eða 5% á móti 18%
að meðaltali á Norðurlöndunum.
Hlutfall kvenna í framkvæmda-
stjórnum fyrirtækja sem vom í
úrtaki þessarar norrænu rannsókn-
ar var hins vegar hærra á íslandi,
15%, en að meðaltali á Norðurlönd-
unum, 12%.
Tvær íslenskar konur, Rannveig
Rist og Kristín Jóhannesdóttir, eru í
hópi þeirra 10 kvenna sem valdar
hafa verið af Nordic 500 sem áhrifa-
mestu konur í stjórnum fyrirtækja á
Norðurlöndum.
Valgerður Sverrisdóttir sagðist á
fundinum telja að lágt hlutfall
kvenna í stjórnum á íslandi mætti
rekja til þess að fjármagnseigend-
. ur væm fyrst og fremst karlar og
^ þeir litu ekki út fyrir sitt sterka
en einsleita tengslanet við
val á stjórnarmönnum.
Valqerður Sverrisdóttir Lágt hlutfall
kvenna Istjórnum á Islandi má rekja til þess ao
fíármagnseigendur eru fyrst og fremst karlar
og þeir líta ekki út fyrir sitt sterka en einsleita
tengslanet við val á stjórnarmönnum.
Ævintýrið um prinsessuna frá Barein og bandaríska land-
gönguliðann hlaut ekki farsælan endi. Þau eru skilin réttum
fimm árum eftir að þau giftu sig í Las Vegas.
Konungurinn sendi laun-
morðingja eftir Johnson
Ævintýrið um prinsessuna frá
Barein og bandaríska landgöngulið-
ann var líkt og beint upp úr Holly-
wood-handriti enda var gerð sjón-
varpsmynd um ævi þeirra beggja.
Þau Meriam al-Khalifa og Jason
Johnson felldu hugi saman þegar
hann var staðsettur í konungsdæm-
inu en þetta var forboðin ást þar
sem hún var múhameðstrúar og
hann mormóni. Hann náði þó að
smygla henni út úr Barein og þau
giftu sig í Las Vegas. Konungurinn,
frændi Meriam, sendi launmorð-
ingja eftir Johnson og áttí sá að fá
500.000 dollara fyrir að myrða hann.
En ævintýrinu er lokið. Þau skildu
daginn eftír fimm ára brúðkaups-
afmæhð.
Sagan hófst í janúar 1999 þar sem
Johnson sinntí skyldum sínum sem
hermaður í landgönguliði flotans,
staðsettur í konungdæminu Barein.
Þau hittust í stórmarkaði og það var
ást við fyrstu sýn. Fjölskylda Mer-
iam, sem er frænka Sheik Hamad
bin Isa al-Khalifa konungs landsins,
varð æf þegar hún frétti af ástarsam-
bandinu því samkvæmt lögum er
henni bannað að giftast manni af
annarri trú.
Smyglað út í dulargerfi
Við komuna til Bandaríkjanna
var landgönguliðinu ekki skemmt
enda konungsfjölskyldan mikill
bandamaður landsins í Miðaustur-
löndum. Johnson var dreginn fyrir
herrétt, sviptur títlum sínum og rek-
inn með skömm úr liðinu. En hvað
er það þegar þú er ungur og ástfang-
inn? Hann var 23 ára og hún 19 ára
þegar þau giftu sig í nóvember 1999.
Athöfnin var svo gott sem í beinni
útsendingu um öll Bandaríkin og
margir felldu tár yfir þessari hug-
ljúfu sögu. Þau fluttu inn í íbúð í Las
Vegas.
Launmorðingi gripinn
í fýrstu Ufðu hjónakornin af tekj-
um sem þau fengu af Hollywood-
myndinni. En lífið var ekki alltaf
dans á rósum. Þau höfðu ekki verið
gift lengi þegar FBI kom að máh við
Johnson og tjáði honum að þeir
hefðu gripið launmorðingja sem
konungsfjölskyldan hafði sent hon-
um til höfuðs. Átti morðinginn að fá
hálfa milljón dohara fyrir að myrða
Johnson.
Ljúfa lífið heillar
Eftir að peningarnir frá sjón-
varpsmyndinni voru uppurnir fékk
Johnson starf sem bílastæðavörður
á Las Vegas Strip. Meriam hélt hins
vegar áfram að stunda ljúfa lífið í
borginni. Johnson segir í samtah við
eitt af dagblöðunum í Las Vegas að
Meriam hafi sökkt sér í næturlíf
borgarinnar með vinum sínum og
kunningjum en látið sem Johnson
væri ekki til. Fyrir ári flutti hún svo
út úr íbúð þeirra. Hún sótti síðan um
skilnað í síðasta mánuði. Johnson er
í sárum en hann býr nú heima hjá
stjúpmóður sinni.
...að vera utan af landi?
„Það er dáU'tíð erfitt að lýsa til-
finningunni hvemig það er að
vera landsbyggðarmanneskja, ég
þekki nú ekkert annað. Mér hefur
aUtaf Uðið vel með að búa í mínu
þorpi, það var frábært að alast
þar upp og örugglega ólíkt
skemmtilegra en maður getur
ímyndað sér að sé í Reykjavík.
Minni samfélög bjóða upp á auk-
ið öryggi og það er þægilegt að
þekkja aUa. Maður veit nákvæm-
lega hver það er sem afgreiðir
mann í búðinni og heUsar öUum
sem maður mætir út á götu. Þetta
er eins og að vera hluti af stórri
fjölskyldu. í litl-
um bæjum á
landsbyggðinni
skapast skemmti-
leg stemning,
liðshefldin er
sterk. AUir sam-
einast um að
halda með
íþróttafélaginu,
styðja við bakið á
öllum, berjast fyr-
ir málefnum síns
bæjar og eru mjög
stoltir af sínum
uppruna.
flytja aftur heim þegar ég hef lok-
ið námi. Sérstaklega held ég að ef
ég eignast börn þá myndi mig
langa að ala þau upp heima í
Ólafsvík. Ég veit hvað það var gott
að vera barn í Utlum bæ og ég vfl
að mín börn njóti þess sem lítíð
samfélag býður uppá. Heima gæti
ég treyst því að heUt bæjarfélag
væri að fylgjast með börnunum,
samkenndin er svo sterk, maður
veit að aUir eru að fylgjast með og
öfugt við það sem Reykvíkingar
halda ffarn er það góður hlutur.
Reykvíkingar
gera stundum
grín að því hvað
maðurer mikill
dreifari...
Brandarar um
rafmagnsleysi og
ófærð eru mjög
algengir.
Gott að vera
heima
Ég fer reglulega heim tU Ólafs-
víkur tíl að slappa af og fá ffískt
loft. Þegar maður kemur heim er
svo gaman að aUir spyrja hvernig
gengur hjá manni, það vita aUir af
manni þarna úti og fólki er ekki
sama. TUfinningin við að eiga
svona bakland er sú besta í heimi.
Það tók tíma að venjast Reykjavík
fyrst eftir að ég flutti þangað, ég
þurfti tU dæmis að læra á umferð-
ina sem var smá vesen. Svo áttí ég
í nokkrum erfiðleikum með að
rata þar sem ég er vön einfaldara
gatnakerfi. Þetta er aUt að koma
samt en ég fer enn frekar furðu-
legar leiðir á miUi staða sem taka
mislangan tíma.
Stoltur Ólsari
Ég held tryggð við minn
heimabæ, segi hverjum sem
heyra viU hvaðan ég er því ég er
stoltur Ólsari. Ég gætí alveg hugs-
að mér að
Tekur á að vera í Reykjavík
Reykvíkingar
gera stundum
grín að því hvað
maður er mikiU
dreifari. Það er
viss stimpiU á
fólki af lands-
byggðinni að aUir
séu eins, að þú
fáir ekki að hafa
neitt í friði og
slúðrið sé voða-
legt. Brandarar
um rafmagns-
leysi og ófærð eru
líka mjög algeng-
ir. Ég tek þessu
vel því ég veit
betur, ætli Reykvíkingar vita hvað
þeir eru að fara á mis við? Sú þró-
un er í gangi að fólk flýr lands-
byggðina tíl höfuðborgarsvæðis-
ins. EðlUega kemur fólk hingað tíl
að sækja menntun og langar
kannski í meiri menningu. Ég
held þó að langflestir uppgötvi
eftir einhvern tíma að heima sé
best. Það tekur á að vera í Reykja-
vík, það tekur aUt svo mikinn
tíma, það er ekki eins og maður
geti skotíst út í búð eða í heim-
sókn. Umhverfið getur verið
soldið stressandi og orkufrekt.
Heima og heiman
Á heildina litið er ég ánægð
með uppruna minn og hefði
engu vUjað breyta. Það að vera
utan af landi gerir þig víðsýnni,
næmari fyrir umhverfinu og eflir
náungakærleikann. Hvar sem ég
verð í heiminum í framtíðinni er
mitt heimfli aUtaf sú vík er kennd
er við Ólaf belg.“