Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004
Fyrst og fremst DV'
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandl:
Gunnar Smári Egilsson
Ritstjórar
lllugi Jökulsson
Mikael Torfason
Fréttastjóri:
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, slmi: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn:
550 5020 - Fréttaskot: 550 5090
Ritstjóm: ritstjorn@dv.js - Auglýsing-
ar auglysingar@dv.is. - Drelflng:
dreifing@dv.is
Setnlng og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: (safoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins (stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Hvað veist þú um
Kristján j
Jóhannsbjn
1 Hvaðan er Kristján?
2 Hvað hét faðir hans?
3 Hvaða starf er Kristján
kunnastur fyrir að hafa
unnið áður en hann gerðist
söngvari?
4 Hvað heitir kona Krist-
jáns?
5 Hvaða þingkona er
tengdamóðir hans?
Svör neðst á síöunni
Systir Gudda
2. desember er helgaður
15 dýrlingum hjá kaþólsku
kirkjunni. Þar á meðal er
einn af nýjustu dýr-
lingunum en Ludu-
ina Meneguzzi var
tekin í dýrlingatölu
2002. Hún fæddist
1901 á Ítalíu, var af
fátæku bændafólki
og stundaði þjón-
ustustörf í æsku.
Hálfþrítug gekk hún í
Fransiskuklaustur, starfaði
fyrst við kennslu en fór 1937
sem trúboði til Eþíópíu. Er
Dýrlingur dagsins
stríð braust þar út vakti hún
athygli fyrir að vinna líknar-
störf jafnt meðal kristinna
sem múslima og hirti ekkert
um kynþátt þeirra sem
hjálpar voru þurfi. Hélt
ósmeyk út á götur í loftárás-
um, flutti særða á sjúkra-
hús, skírði deyjandi börn og
veitti líkn. í Eþíópíu var hún
kölluð Systir Gudda sem
þýðir Mikla systir. Hún dó
2. desember 1941 úr
krabbameini.
Eden
I kristni hefur aldingarður-
inn Eden, þar sem Adam
og Eva héidu upphaflega
til, oröið tákn fyrír paradís.
Raunar segir í Biblíunni aö
aldingarðurínn sé„i Eden“
fremur en að hann sjdlfur
heiti Eden. Orðið í núver-
andi mynd er hebreskt en
komið afakkadíska orðinu
„edinu“sem þýðirslétta
eða steppa. Þetta er sem
sagt landafræðiheiti og er
oftast talið eiga
við suðurhiuta
Iraks en sumir
telja að átt sé við hið
núverandi furstadæmi
Bahrein. Mormónar trúa
þvi hins vegar að eftir
Nóaflóðið hafí garðurínn
færst til og hann sé nú
innan borgarmarka
Independence i Missouri.
E
'O
Málið
Svör viö spurningum:
1. Frá Akureyri -2. Jóhann Konráðsson -
3. Bifvélavirki - 4. Sigurjóna Sverrisdóttir -
5. Rannveig Guómundsdóttir.
Þingmenn ábyrgir
Stóra fréttin í aðild okkar að fjöldamorð-
um og stríðsglæpum Bandaríkjanna í
írak, er, að tveir menn ákváðu hana upp
á sitt eindæmi. Á upplognum forsendum
gerðu þeir ísland í fyrsta skipti að stríðsaðila,
þótt margar stórþjóðir neituðu að taka þátt í
þeirri skelfingu, sem nú er öllum sýnileg.
Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson
ákváðu einir, að ísland tæki þátt í þessu
ógeðslega stríði. Þeir spurðu ekki neinn, ekki
þingflokka sína, ekki utanríkismálanefnd, ekki
Alþingi. Þeir fóru bara í stríð, þar sem 100.000
óbreyttir borgarar hafa þegar verið drepnir
samkvæmt læknisfræðilegri rannsókn.
Næststærsta fféttin er, að þessir tveir menn
og liðsmenn þeirra hafa ekki breytt skoðun-
um sínum, meðan sannleikurinn hefur
smám saman að vera að koma í ljós. Hann er
sá, að alls engin uppbygging er í frak, heldur
er ástandið þar verra en það var á valdatíma
hins illræmda leiðtoga Saddams Hussein.
Spánverjar hafa vikið af hólmi og Póllend-
ingar eru á útleið. Danmörk og Ítalía eru ein
eftir af Evrópuríkjum, sem menn þekkja al-
mennt af hinum svonefiidu staðföstu ríkjum,
er gáfu krossferð trúarofstækismannanna
George W. Bush og Tonys Blair evrópskan
gæðastimpil. Hin eru vasaríki á fjarlægum
eyjum.
I hádeginu á sunnudag virtist þingflokksfor-
maður Framsóknar vera að skipta um skoðun
á þessu máli. RækUega var tekið í lurginn á
honum, svo að hann var á mánudaginn aftur
kominn í stuðningslið fjöldamorða og stríðs-
glæpa. Efdr þann dag eru þingflokkar Davíðs
og Halldórs í húsi George W. Bush.
Allar fféttir af stríðinu gegn frak segja okk-
ur, að hafi það verið misráðið í upphafi, er
það enn fáránlegra núna, þegar menn hafa
séð gegnum blekkingarvefinn. Það er glæp-
samlegt að styðja stríð, þar sem bandarískir
vitfirringar fara hús úr húsi í Fallúja og víðar
til að drepa óbreytta borgara.
Engin uppbygging á sér stað í frak, þótt
Halldór Ásgrfmsson virðist trúa því. Hann
trúir öllu, sem bandaríska stjómin segir
hverju sinni. Hann getur ekki sakað önnur
pólitfsk öfl á íslandi um að tala um fortíðina
og vera ekki til viðtals um núverandi ástand í
írak, sem Bandaríkin ein ffamleiddu.
Ljóst er, að Davíð Oddsson hefur ekki batn-
að í skapinu við að fara í uppskurð. Á hinu
háa Alþingi sagði hann þá vera afturhalds-
kommatitti, sem eru á móti stríðinu. Það eru
rök, sem hæfa vel þingmannaliði Sjálfstæðis-
flokksins, sem ekki hefur æmt eða skræmt,
enda almennt andvígt mannréttindum.
Umræðan á Alþingi á mánudaginn hefur þó
skýrt málin á þann veg, að þingmenn Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks standa heils
hugar að bandarískum fólskuverkum í írak.
Jónas Kristjánsson
isssiCtr
llarínkiuiaii
iliPlliPiflÍl1
SkSSt' ■U55
Dagur Jóns Mag
KRISTJÁN PÁLSS0N, fyrrverandi
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, rit-
aði skemmtilega grein í Moggann í
gær þar sem hann vill í tilefni af
fullveldisdeginum 1. desember
minna á hlut Jóns Magnússonar
forsætisráðherra í íslenskri sögu.
Honum þykir, og vissulega með
nokkmm rétti, sem hlutur Jóns hafi
verið fyrir borð borinn í sögunni og
einkum í þeirri sögulegu upprifjun
sem fram hefur farið í landinu und-
anfarið ár í tilefni af 100 ára afmæli
heimastjórnarinnar.
SÚ SÖGULEGA UPPRIFJUN hefur
vissulega verið nokkuð broguð og
því miður farið svolítið út í deilur
um hlut Hannesar Hafstein í sög-
unni. Er þarflaust að minna á að sú
ofuráhersla sem afmælisnefndin
lagði á að nánast færa Hannes í
guðatölu mætti verulegri andstöðu.
Til dæmis kemur skýrt fram í gagn-
legri bók Jóns Þ. Þór sagnfræðings
að Valtý Guðmundsson má í raun
telja miklu meiri brautryðjanda í
heimastjórnarmálum en nokkurn
tíma Hannes, auk þess sem Valtýr
átti lfka meiri þátt en sjálfir „heima-
stjórnarmennirnir" í framfaramál-
um eins og stofnun íslandsbanka,
samningum um símann og þess
háttar.
EN NÚ FINNST KRISTJÁNI sem sagt
líka hafa verið hallað á
Jón Magnússon og at-
hyglisvert að í málsvörn
sinni fyrir Jón heggur
hann (kurteislega að
vísu) ekki aðeins að
Hannesi Hafstein, held-
ur lfka að öðru uppá-
haldi þeirra valdamanna
sem nú ráða ríkjum í
Sjálfstæðisflokknum.
Það er fyrsti formaður
flokksins, Jón Þorláks-
son, sem ekki minni
maður en Hannes Hólmsteinn
Gissurarson hefur skrifað mn ævi-
sögu.
Og nú þegar sagan er allt í einu
aftur orðin hápólitískt deilumál, þá
tökum við eftir slíku.
ÞAÐ ER TIL DÆMIS óneitanlega
fyndið að allt í einu skuli maður
leggja pólitíska merkingu í orð eins
og þessi hér í grein Kristjáns:
„Jón Þorláksson var forsætisráð-
herra íaðeins rúmt ár... Jón Magn-
ússon [tókj að sér að mynda stjórn
fyrir íhaldsflokkinn ehir að, Jón
l^^ússonT^
Sasaa£*. s&szt&z?-
§3s s£SE
I 'Wnlmog ÍpiSSsr 2S2&S&SrS?*
"WtaníÆ. Zsg&í* s&saSBEi
gsÖgfr œfiHsssés
sife landoe tiðð
Það er til dæmis óneitanlega
fyndið að allt í einu skuli mað
ur leggja pólitíska merkingu í
orð eins og
þessi hér í
grein Krist-
jáns:„Jón
Þorláksson
var forsætis
ráðherra í
aðeins í
rúmtár..
Fyrst og fremst
Þorláksson formaður
flokksins gafst upp við
það verk ... Ef hann
hefði lifað lengur er
nokkuð víst að hann
hefði orðið einn afstofn-
endum Sjálfstæðis-
Ookksins síðari..."
Á HINN BÓGINN er lfka
fyndið að Kristján skuli
færa það sérstaldega Jóni
Magnússyni til tekna
hvað hann var góður við framsókn-
armenn og bar blak af þeim meðan
hann starfaði með þeim.
Og þá getur Kristján
nikkað í viðurkenningar-
skyni til núverandi for-
manns í sínum gamla
flokki:
„Slíkan stjórnarstíl
tileinkuðu þeir sér síðar
forsætisráðherrar eins og
Ólafur Thors og Davíð
Oddsson með góðum
árangri. “
HÉR FINNST 0KKUR reyndar sem
Ólafur Thors fái lof í hattinn alveg
að óþörfu. Davíð hefur vissulega
verið góður við framsóknarmenn
og Ólafur Thors sýndi líka yfirleitt
ráðherrum sínum úr öðrum flokk-
um fyllstu hollustu meðan hann var
forsætisráðherra - nema helst
framsóknarmönnum, enda vildi
hann sem minnst með þeim starfa.
Og þarf ekki annað en minna á hið
fræga „eiðrofsmál".
GREIN KRISTJÁNS er sem sagt hin
gagnlegasta. Það er gott að minnt er á
ágætt starf Jóns og til dæmis hlut
hans að því að íslendingar fengu
fullveldi 1. desember 1918. Hins
vegar verðum við að segja
að okkur þykir Kristján
skjóta nokkuð yfir markið
með lokaorðum sínum:
„Ég legg því til að
minning Jóns Magnús-
sonar verði heiðruð með
þeim hætti að fullveldis-
dagurinn 1. desember ár
hvert beri nafh hans og
mætti dagurinn heita:
Dagur Jóns Magnússon-
ar."
Fleiri „dagar"
í íslenskri sögu
Dagur Jóhannesar Birkiland
Dagurinn þegar hann var tekinn af
vinnumanni milli þúfna.Og hin
saklausa (slenska sveitamenning varð
aldrei söm.
Dagur Ástþórs Magnússonar
Ber upp á sama dag og forsetakosn-
ingar hverju sinni.
Dagur Brennu-Njáls
Gamlárskvöld frá kl. 21-24.
Dagur Geirfinns Einarssonar
18.nóvember 1975.
Dagur Vigdísar Finnbogadóttur
Jafndægur á vori.
Dagur Dorrit Moussaieff
Haldinn hátíðlegur samhliða Degi
Islenskrar tungu.
Dagur Hallgerðar langbrókar
Dagurinn þegar hún neitaði Gunnari
um lokkinn.