Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Blaðsíða 31
DV Síðast en ekki sist FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 31 Tl Um afleiðingar ólögmætra innrása í skjóli lyga Þegar sagan verður skrifuð í ná- inni framtíð verður 20. mars 2003 lýst sem svörtum degi í sögu íslands. Þann dag fréttum við af því að ís- lenska ríkisstjórnin ætlaði í fyrsta sinn að styðja það að við sem þjóð færum með vopn á hendur annarri fullvalda þjóð. Það kom líka skýrt fram þá að rík- isstjórnir ríkjanna 30 sem væru á þessum lista yfir viljugar eða stað- fastar þjóðir, tækju siðferðilega og pólitíska ábyrgð á þessari styrjöld og afleiðingum hennar. Núna þegar liðið er rúmlega eitt og hálft ár frá þessum degi og styrjöldin geisar sem aldrei fyrr þá stendur þessi staðreynd. Burt af listanum Það er sem íslenskur ríkisborgari, íslenskur þegn, að ég krefst þess að íslendingar verði strax fjarlægðir af þessum lista. íslenska þjóðin var ekki spurð álits áður en þessi ákvörðun var tekin, þingskapalög voru brotin, málið var ekki borið undir Alþingi eða utanrflásnefnd þess eins og lög kveða á um. Þetta er mjög aivarlegur hlutur. Tekin var ein umdeildasta ákvörðun varðandi ut- anrfkismál í sögu lýðveldisins. Á þeim mánuðum sem liðnir eru frá því að þessi innrás í írak hófst hefur verið ömurlegt að fylgjast með þeim fréttum og sjá þær myndir sem teknar hafa verið á átakasvæðunum. Þessar fféttir eru fara versnandi; - sjálfsmorðssprengjuárásir, árásir skriðdreka, loftárásir, skotárásir her- manna, og saklaust fólk liggur í blóði sínu. Böm, konur og karlar. Nú síðast geisaði tveggja vikna ormsta í borginni Fallujah. Við vit- um ekki hversu margir hafa fallið. Augljóst er af þeim myndum sem við sjáum frá þessu svæði, frá þessari borg, að þarna hafa átt sér stað grfð- arlegar mannlegar þjáningar. í myrkrinu em allir kettir gráir og í stn'ði er stutt í grimmdina í mann- Magnús Þór Hafsteinsson vill losna aflista hinna viljugu þjóða. skepnunni. Bandaríkjamenn, þessir boðberar frelsis og lýðræðis, em ekki barnanna bestir. Við höfum séð pyntingar á föngum. Særðir írakskir andspyrnumenn vom skotnir með köldu blóði. Fólk sprengir sjálft sig í loft upp. Hópar andspyrnumanna myrða gísla sína með hryllilegum hætti. Slflc hegðun beggja aðila stríð- ir gegn öllum lögum sem siðmennt- aðar þjóðir setja sér, jafnvel þótt á vígvelli sé, og hana ber að fordæma. Hins vegar megum við ekki gleyma orsökum þessara voðaverka sem er hin ólöglega innrás sem við eigum aðild að. Sagan endurtekur sig Það sem gerst hefur í frak minnir um margt á atburði sem gerðust í Evrópu fyrir 60 árum. Þá var við völd í Þýskalandi vitskertur maður sem hér Adolf Hitler. Hann fór með hern- aði gegn öðrum þjóðum á grundvelli upploginna saka eins og gerðist í írak. Þjóðveijar skálduðu ástæður til að ráðast inn í Pólland í september árið 1939. Bandaríkjamenn og Bret- ar skálduðu ástæður til að ráðast inn í írak í mars árið 2003. Þessar innrásir Þjóðverja leiddu til þess að fólk í þessum löndum, sem vildi ekki hafa erlenda innrásar- heri, reis upp og hóf vopnaða and- spymu. Innrásin í frak leiddi til þess að íbúar íraks risu einnig upp og hófú vopnaða andspymu, hófti að herja á innrásarherina. Þjóðverjar kölluðu reyndar ekki andspyrnu- menn í Evrópu á sínum tíma hryðju- verkamenn vegna þess að það hug- tak var ekki til þá en þeir Utu á þá Gömlu olíufélögin og Atlantsolía Snjólfui Gíslason á Breiðdalsvík hríngdL Ég hef velt fýrir mér bensínverð- inu hjá ESSÓ. Ef við kaupum í sjálf- sala þurfum við að borga 108,5, en Atlantsolía fyrir sunnan er með Lesendur þetta á 102,9. Dfselolíuna þurfum við að kaupa á 51,6 krónur á meðan Atlantsolía er með þetta á 48,9. Nú hefur þetta ágæta fyrirtæki, ESSÓ, flutningsjöfnunargjöld til að dreifa Fórnarlamb stríðs Kona þessi er flóttamaöur | frá Fallujah eftirárás Bandaríkjamanna. sem hryðjuverkamenn og kæmu þeir höndum yfir þá var þetta hug- rakka fólk tekið af h'fi. Bandaríkja- menn virðast gera hið saman þegar þeir koma höndum yfir íraska and- spymumenn þessa dagana. Þeir skjóta þá eins og hunda. Síðustu vikur og mánuði höfum við orðið vitni að uppreisn í FaUujah einni af stærstu borgum írak. í ágúst árið 1944 braust út uppreisn í Varsjá, höfuðborg Póllands. Vopnuð upp- reisn andspyrnumanna. Hún var barin niður af gríðarlegri hörku af Þjóðverjum þar sem barist var frá húsi til húss, frá götu til götu. Því lyktaði með að Þjóðverjar náðu aftur yfirráðum í Varsjá. Þeir sem eftir lifðu af andspyrnumönnum vom teknir til fanga, þeir vom teknir af lífi eða sendir í fangabúðir. í Falluja var einnig barist frá húsi til húss, frá götu til götu. Uppreisnarmenn tekn- ir af hfi eða sendir í fangabúðir. Hvað gerðu Þjóðverjar síðan þeg- ar þeir vom búnir að ná undir sig Varsjá? Þeir eyðilögðu borgina þannig að ein fegursta borgum Evr- ópu var rústir einar. Þama vom framdir hrottalegir stríðsglæpir. Bandaríkjamenn virð- ast gera hið sama þegar þeir koma höndum yfir írakska andspyrnumenn þessa dagana. Þeir skjóta þá eins og hunda. Þegar upp verður staðið og við fáum að heyra sannleikann um ormstuna í Fallujah þá sjáum við að hér var á ferðinni nýtt dæmi svipað harm- leiknum í Varsjá. Stríðsglæpir vom ffamdir í Fahuja og við bemm ábyrgð á þeim. Sagan kennir okkur hvernig fór fyrir Þjóðverjum í þeirra herferðum. Framtíðin mun leiða í ljós hverjar verða afleiðingar herfararinnar í frak. Sagan á eftir að dæma þá hart sem ábyrgð bera á þeirri ömurlegu helför. Rfldsstjórnin getur ekki skrif- að sig frá þeirri alvarlegu sök. bensíninu og það virðist vera sniðið fyrst og fremst að gömlu fyrirtækj- unum því Atlantsoha getur fengið flutningsjöfnunargjald austur að Hveragerði en svo lækkar það eftir því sem austar kemur. Þetta er svo sniðugt að ef þeir væm komnir aust- ur á firði fengi Atlantsoh'a innan við krónu. En hinir eiga birgðastöðvar á svæðinu. Því þykir mér ljóst að hin olíufélögin ættu að geta verið á sama verði og Atlantsolía, vegna þess ein- mitt að þau hafa birgðastöðvamar. Nýt þess að vera ofvirkur Ofrírkui lesandi hríngdi Vegna umræðu sem oft kemur upp langar mig að koma því á fram- færi að það er algert buh og vitleysa að menn verði ekki háðir ritah'ni. Sjálfúr er í ofvirkur og tók þetta lyf í um átta ár. Á átján ára afmælis- daginn minn síðasta vor var ég búinn að fá nóg og tilkynnti lækn- inum mínum að ég væri hættur. Hann taldi mig enn þurfa á ritalíni að halda og mælti ekki með því. Vikan á eftir var alveg hræðileg, ég lá Lesendur í svitakasti upp í rúmi og skalf eins og lauf. En síðan er ég laus við þetta. Ég er ennþá ofvirkur; sef til dæmis stundum ekki í tvo eða þrjá sólar- hringa. En það gerir ekkert til. Þegar þú ert ofvirkur átt þú að njóta þess að vera ofvirkur. Ekki h'ta á það sem galla. Ofviikui lesandi • Sigurður G. Guðjónsson sagði okkur í gær að hann væri búinn að taka að sér mál Baltasars Kormáks gegn Síldarvinnsl- unni þegar það fer fyrir Hæstarétt. Við fréttum af því að Sigurður hefði verið að dreifa bækhng- um fyrir nýja netfýr- irtækið Hive. Hann mætti til að mynda í beina útsendingu til Tví- höfða með bæklinga. Hann segist bara hafa verið með aukabækhnga í bflnurn sem hann hafi látið Sigur- jón Kjartansson og Jón Gnarr fá. Hive ætlar sér mikið í samkeppni við Og Vodafone móðurfélag Norð- urljósa... • Þótt Latibær hafi tapað málinu gegn Nýsköpunarsjóði, er hann ný- búinn að vinna samning í Þýska- landi. Baráttan heldur áfram í Bandaríkjunum gegn offitu barna þar sem íþróttaálf- urinn er í lykilhlut- verki. Eitt þeirra fýr- irtækja sem hann er að berjast við er McDonalds sem er í eignatengslum við fleiri skyndi- bitakeðjur. Náin tengsl eru á mflli þeirra og Disney, er okkur sagt, sem á fjöldann ahan af sjónvarps- stöðvum. Einhverjum þykir Magn- ús Scheving vera að berjast við of- ureflið með því að ráðast gegn þessumrisum... • Sumum þykir ómaklegt að í bar- áttunni fyrir tilveru Mannréttinda- skrifstofu íslands, sé ráðist á Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra. Vit- að er að talsmenn mannréttinda treysta á að hann tah máli þeirra inn- an rfkisstjórnarinn- ar núna þegar Dav- íð Oddsson og Bjöm Bjamason hafa ákveðið að skrúfa fyrir öh framlög. Menn vilja halda því til haga að það hafi verið Jón, sem for- maður fjárlaganefndar, sem hækk- aði framlögin úr 6 milljónum upp í 8 á sínum tíma... • Framsóknarmenn í Kópavogi leita nú að nýjum bæjarstjóra eftir ótímabært andlát hins vinsæla for- ingja þeirra, Sigurð- ar Geirdal. Sam- komulag var um að Sigurður sæti fram í júní þegar Gunnar Birgisson tekur við. Nokkrum nöfnum er fleygt, meðal annars er spurt hvort ekki sé kjörið að prestssonur- inn úr Kópavogi Þórólfúr Ámason taki þar við en framsóknarmenn í Reykjavík hefðu gjarnan viljað hann áffarn þar... • Meðal þeirra sem nefndir eru í bæjarstjórastólinn er til dæmis einn af efnilegri drengjum fram- sóknar, Páll Magn- ússon borinn og barnfæddur Kópa- vogsbúi og þrátt fyr- ir ungan aldur, hef- ur hann yfirgrips- mikla reynslu af bæjarmálunum þar og hlýtur að koma sterklega til greina. Annar sem hefur verið nefndur til sög- unnar er Kópavogsbúinn Orri Hlöðversson sem nú er bæjarstjóri í Hveragerði. Hann mun vera óflokksbundinn en nýtur trausts hjá framsóknarmönnum... II

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.