Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2004, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 3 Hugarfarsbreytingin var mesti árangurinn Gamla myndin að þessu sinni er frá árinu 1990, nánar tiltekið lokum janúar það ár þegar fulltrúar ASÍ og VSÍ gengu á fund ríkisstjórnar- innar til að reka smiðshöggið á „Þjóðarsáttar- samningana" svokölluðu sem mörkuðu endalok mikils verðbólguskeiðs í landinu. Þórarinn V. Þór- arinsson lögfræðingur var þá framkvæmdastjóri VSÍ og á myndinni sést hann ræða við Ólaf Ragnar Grímsson, þáverandi fjármálaráðherra. „Það sem var kannski mesti árangurinn af þessum samning- um var sú hugarfarsbreyting sem fylgdi í kjölfarið og losaði þjóðina úr fjötrum fortíðar- innar," segir Þórarinn V. Þórarinsson. „Þessir samingar voru einnig sögulegir að því leyti að aldrei hafa jafnmargir aðilar lagst á eitt um að ná markmiði þeirra sem var að keyra niður Gamla myndin Á fund rfkisstjórnarinnar Forráðamenn AS/og VSÍhitta rlkisstjórnina að máli í lok janúar 1990. Á myndinni má sjá, auk þeirra Þórarins og Ólafs Ragnars, þá Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrlm Hermannsson. Á innfelldu myndinni er Þórarinn V. Þórarinsson I dag. verðbólguna með öllum tiltækum ráðum og móta nýja efnahagsstefhu. Því leituðum við til ríkisstjórnarinnar um margþætta þátttöku hennar í þeim aðgerðum sem þurfti til. Á móti var svo launa- hækkun stillt mjög í hóf af hálfu verkalýðshreyfingarinnar." í máli Þórarins kemur fram að með samningunum hafi tek- ist að breyta væntingum þjóðarinnar á þann hátt að hún hætti að trúa því að verðbólgudraugurinn væri eitthvað viðvarandi ástand sem ekkert væri hægt að gera við. „Þetta voru góðir samningar að þesu leyti og ég tel að við búum enn að þeim í dag að vissu leyti,“ segir Þórarinn. Spurning dagsins Hvernig leggst desember í þig? Búin að skreyta jólatréð „Desember leggst rosalega vel í mig. Ég er mikið jólabarn mánuðinn til að njóta þess að vera til og vera með fjöl- skyldunni. Búin að skreyta allt háttog lágt, meira að segja jólatréð. Það er orðinn fastur liður íminni fjöl- skyldu að skreyta jólatréð á fyrsta sunnudag í að- ventunni. Ég mála líka piparkökur og föndra með krökkunum. Mestu jólin fyrir mig er að hlusta á jóla- lögin og hafa öll þessijólaljós í kringum mig. á eitt jólahlaðborð íár með vinnunni." Sigrún A Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur. „Mér finnst hann bara mjög góður. Ég feríjólaskap og nýt þess að vera til. Það eru komnar seríur og skraut úti um allt hjá mér. Ég reikna ekki með að fara á nein jólahlaðborð í ár eða jólaglögg eða neitt svoleiðis." Dagný Þorkelsdóttir. „Hann leggst bara mjög vel í mig. Það verð- ur mikið að gera hjá mér i desember.Að- allega að elda mat ofan í fólk. Fer lítið út sjálf- ur, verð mest að vinna. Þetta er með skemmtilegri tímum ársins. Það er gaman að gera fólk ánægt með góðum mat." Ólafur Helgi Kristjánsson kokkur. „Ég erkominn í heilmikið jólaskap. Reikna með að fara allavegna tvisvar á jóla- hlaðborð, bæði með vinum og vinnufélög- um. Svo er mikið hokkí spilað í desember. Það er til dæmis jóla- hokkí á aðfangadag. Kannski fæ ég skauta I skóinn." Sigurður Sveinn Sveinsson, fasteignasali og hokkíspilari. „Bara mjög vel. Ég slepp sem betur fer við alltjólaum- stangið. Það eruaðrirsem sjá um það fyr- ir mig. Það er alltofmikið prílum prjál í kringum þetta fyrir mig. Annars er boðskapur jólanna alltafgóður og gott að fólk geri sér glaðan dag á jólunum." Frú Ólöf Konráðsdóttir. Mörgum þykir jólin vera talsvert fyrr á ferðinni nú en áður. Nokk- uð er síðan jólalögin fóru að berast með öldum Ijósvakans og jólaskraut er víða sjáanlegt þó svo að jólamánuðurinn hafi ekki hafist fyrr en í gær. I dag eru 22 dagar til jóla. Fyrstu friðar- verðlaunahafarnir Fríðarverðlaun Nóbels verða brátt veittí Osló. Hér eru þau sem fyistfengu verðlaunin. 1901 Verðlaununum skipt milli Henrys Dunant, stofnanda Rauða krossins, og Frédérics Passy sem stýrði frönsku friðarfélagi. 1902 Éliu Ducommun og Charles Albert Gobatsem stýrðu alþjóðlegri friðar- hreyfingu I Bern I Sviss. 1903 William Randal Cremer leiðtogi alþjóðlegrar sáttasemjarastofnunar I London. 1904 Verðlaunin fékk Alþjóðalagaskrifstof- an sem þá hafði aðsetur í Belgíu. 1905 Barónessan Bertha Sophie Felicita von Suttner (við fæðingu greifynjan Kinsky von Chinic und Tettau) fékk verðlaunin fyrstkvenna fyrir óþreytandi Von Suttner starfað friðar- og afvopnunarmálum þrátt fyrir aðhlátur og andróður sem hún hafði mætt í„herskáasta landi Evr- ópu", Austurríki. Hún andaðist 1914, rétt áður en fyrri heimsstyrjöldin braust út og í Ijós kom að allt starfhennar og fleiri friðarsinna hafði verið unnið fyrirgýg. 1906 Theodore Roosewelt Bandaríkjaforseti þótti tölu- verður stríðsmaður sjálfur en fékk friðarverðlaun fyrir að miðla málum í stríði Rússa og Japana. 1907 Italinn Ernesto Teodoro Moneta og Frakkinn Louis Renault deildu verð- laununum, sá fyrri fyrir friðarbaráttu, sá seinni fyrir starf við mótun alþjóðalaga. 1908 Svínn Klas Pontus Arnoldson og Dan- inn Fredrik Bajer fengu verðlaunin fyrir störfað friðarmálum og einkum fyrir að vinna að hlutleysi landa sinna í tog- streitu stórvelda. ÞAÐ ER STAÐREYND... ... AÐ LARRY MULLENJR., 'lki:. TROMMULEIKARI j W U2, ÁSONSEM HEITIR AARON ELVIS. * >' Kynlífog golf eru þaö eina sem maður getur notið án þess að vera góöuriþví. Jimmy Demaret, Ráðherrann & forstjórinn ___Páll Pétursson, bóndi á Höllustöðum og fyrrverandi aíþingismaðurog félags- málaráðherra, er faðir Páls Gunnars Pálssonar forstjóra Fjármálaeftirlits- | ins. Páll Gunnar eryngstur þriggja systkina. Páll sat um árabil á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Hann settist fyrst á þing árið 1974 en hætti við síðustu kosningar þegarhann var búinn að sitja I tæp 29 ár. Páll Gunnar vann sig upp eftir að hann lauk lögfræðiprófi og vann hjá Seðla- bankanum og viðskiptaráöuneytinu. Hann varð forstjóri Fjármálaeftirlitsins aðeins 32 ára fyrir fimm árum. ÓMETANtEGAR rækur um ÍSUENSKA HESTINN í MYND, SÖGU OG EJÓÐI Myndir gerðar af okkar ástsæla listamanni HALLDÓRIPÉTURSSYNI FJOEA po@skima.is Hófadynur „Hér er á ferðinni afar falleg bók þar sem bæði myndir og textar hreyfa við lesandanum. Ótrúlega skemmtilegar sögur af vitrum hest- um og sérstökum. Öllum hestaunnendum er mikill fengur af þessari bók og ekki sé talað um börn sem hafa áhuga á reiðmennsku. ...frábær heimild um hlutverk hestsins í sögu oa siálfsmvnd bióðarinnar” nóvember 2004) Sígild íslensk ævintýrabók í nýjum búningi! Halldór Pétursson og Njörður P. Njarðvík lögðu saman krafta sína í þessari mynd- skreyttu sögu um strákinn Helga, hryssuna Flugu og hundinn Kát. Upplifun ungs drengs á undraheimi íslenskrar náttúru er á ógleymanlegan hátt túlkuð í máli og myndum. Þessi saga er áminning um það að maður- inn og dýrin eiga heiminn saman - og tröllin eiga nóttina! Helgi skoðar heiminn hóeA2N Helgi skoðar heimmn Mymitr: lUIUÓr Pétunton Sagu: Njoréur P. Njarét /i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.